Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45711
Í þessari ritgerð verður fjallað um afskipti Kínverska kommúnistaflokksins af baráttu og nokkrum helstu hreyfingum kínverska femínista sem berjast fyrir kvenréttindum í Kína. Að mestu verður einblínt á atburði og hreyfingar sem skotið hafa upp kollinum á síðastliðnum árum, þ.e. á öðrum og þriðja áratug 21. aldar, og reynt að leggja mat á þau áhrif sem ritskoðun og önnur bein afskipti stjórnvalda hefur haft á þá einstaklinga sem öðrum fremur hafa barist fyrir breyttum viðhorfum til stöðu kvenna í Kína.
Fyrst skal þó fjalla um stofnun Kínverska kommúnistaflokksins, þá opinberu afstöðu sem hann hafði til kvenréttinda og hvað hann tók sér fyrir hendur til að bæta stöðu kvenna. Einnig mun ég ræða um konur í stjórnmálum ásamt konunum sem hafa setið í stjórnarsætum.
Svo mun ég fikra mig nær samtímanum, ræða um #MeToo byltinguna í Kína, áhrif hennar á kvenréttindi og viðbrögð stjórnvalda við henni. Farið verður yfir sögu femínistanna fimm og Peng Shuai, hvað þær gerðu til að vekja athygli stjórnvalda og refsingarnar sem þær voru beittar.
Í lokakaflanum fer ég í gegnum þau áhrif sem þriggja barna reglan hefur haft á kínverskar konur og gera grein fyrir þrýstingi Kommúnistaflokksins og samfélagsins á konur til að eignast börn og giftast snemma.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Barátta kínverskra kvenna seinustu 10 ár.pdf | 835,61 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing.pdf | 533,98 kB | Lokaður | Yfirlýsing |