is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45714

Titill: 
  • Endurnærandi áhrif náttúrunnar á sálræna vellíðan fullorðinna Íslendinga: Þversniðsrannsókn
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Inngangur: Sýnt hefur verið fram á að náttúran getur haft jákvæð áhrif á sálræna líðan en lítið er vitað um áhrif eftir kyni eða búsetu. Tilgangur þessarar rannsóknar var að lýsa þeim áhrifum sem náttúran getur haft á sálræna vellíðan fullorðinna Íslendinga.
    Aðferð: Rannsóknin var þversniðsrannsókn, framkvæmd í 65 löndum og var unnið með íslenska hluta hennar hér. Rafrænn spurningalisti var sendur til 960 Íslendinga 18 ára og eldri sem voru hluti af netpanel Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Notast var við mælitækin ROS og NES til að mæla endurnærandi áhrif og snertingu við náttúruna. Gerð voru fylgnipróf, tilgátuprófanir, og línuleg aðhvarfsgreining.
    Niðurstöður: Svörun var 56,25%. Þátttakendur voru 19-93 ára; meðalaldur 54,35 ár. Konur voru 51,95% og 57,04% þátttakenda bjuggu á höfuðborgarsvæðinu. Ekki voru marktæk tengsl á milli endurnærandi áhrifa náttúrunnar og aldurs (p=0,672). Marktæk tengsl voru á milli þess hversu mikla og hversu oft þátttakendur áttu í snertingu við náttúruna og hversu mikil endurnærandi áhrif þeir upplifðu (p<0,001). Marktækur munur var á hversu mikla og hversu oft þátttakendur áttu í snertingu við náttúruna eftir búsetu, en ekki eftir kyni. Þeir sem bjuggu á landsbyggðinni voru í meiri snertingu við náttúruna í daglegu lífi og tóku meira eftir henni en þeir sem bjuggu á höfuðborgarsvæðinu. Konur upplifðu meiri endurnærandi áhrif af náttúrunni en karlar (p<0,01) og háskólamenntaðir meiri en þátttakendur með aðra prófgráðu (p<0,001). Ekki var marktækur munur á upplifun endurnærandi áhrifa af náttúrunni eftir búsetu (p=0,498). Línuleg aðhvarfsgreining sýndi að kyn, aldur, búseta, menntun og snerting við náttúruna skýrðu 36,33% af áhrifum náttúrunnar á sálræna vellíðan (R2 =0,3633).
    Ályktanir: Niðurstöður sýna fram á jákvæð áhrif náttúrunnar á sálræna vellíðan en getur verið misjöfn eftir hópum. Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar séu meðvitaðir um mátt útiveru á sálræna vellíðan skjólstæðinga sinna.
    Lykilorð: Snerting við náttúruna, endurnærandi áhrif náttúrunnar, sálræn vellíðan, kyn, búseta.

  • Útdráttur er á ensku

    Introduction: It is known that nature can have a positive effect on psychological well-being, but little is known about the effects regarding gender or residency. The purpose of this study was to describe the effects nature can have on the psychological well-being of Icelandic adults.
    Method: The study was a cross-sectional study, performed in 65 countries and this study covers the Icelandic section. Questionnaire was sent electronically to 960 Icelanders 18 years and older whoare a part of the Social Science Institute at the University of Iceland netpanel. The ROS and NES scales were used to measure restorative effects and connectedness with nature. Statistical analysis was based on correlation tests, hypothesis testing and linear regression.
    Results: Response rate was 56,25%. Participants were 19-93 years old; mean age 54,35 years. Women were 51,95% and 57,04% lived in the capital area. There was no significant correlation with restorative effects of nature and age (p=0,672). Significant correlation was between how much and how often people spent time in nature and restorative effects (p<0,001). How much and how often people spent time in nature was significantly different depending on residency of participants but not by gender. Participants living in rural areas spent more time in nature in daily life and noticed the nature more than the ones who lived in the capital area. Women experienced more positive effects from the nature than men (p<0,01) and those university educated more than participants with other education (p<0,001). There was not a significant difference of reported restorative effects of nature based on place of residence (p=0,498). Linear regression showed that gender, age, residence, education and exposure to nature explain 36,33% of restorative effects on psychological well-being (R2=0,3633).
    Conclusions: The results show that nature does have restorative effects on psychological well-being but it can differ between groups. It is important that nurses are aware of the effect nature has on the psychological well-being of their clients.
    Keywords: Exposure to nature, restorative effects of nature, psychological well-being, gender, residency.

Samþykkt: 
  • 5.9.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45714


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni MS Hjúkrunarstjórnun - Skemma (pdf).pdf880,45 kBLokaður til...27.10.2025HeildartextiPDF
Yfirlýsing skemmu.pdf635,31 kBLokaðurYfirlýsingPDF