Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45716
Árið 2011 kom málaflokkur fatlaðs fólks til sveitarfélaga frá ríkinu. Um sama leyti tók almennt viðhorf til fatlaðs fólks að breytast og átti mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks stóran þátt í því. Árið 2018 tóku svo gildi lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38, en þau byggja á sáttmálanum.
Markmið rannsóknarinnar sem fjallað er um í þessari ritgerð var að varpa ljósi á upplifun og reynslu framlínustjórnenda sem stýra starfsemi í húsnæði fyrir fatlað fólk hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar af þeim áskorunum sem felast í því að ná fram markmiðum laga nr. 38/2018. Auk þess var skoðað hvaða stuðning þeir telji sig þurfa að fá til þess að ná þessum markmiðum. Gerð var eigindleg rannsókn og voru viðtöl tekin við átta framlínustjórnendur í húsnæði fyrir fatlað fólk hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar.
Í heildina sýna niðurstöður að framlínustjórnendur upplifa skýra ábyrgð á því að ná fram markmiðum laga nr. 38 /2018. Þau gera það með því að fræða starfsfólk um hugmyndafræðina að baki lögnum með fyrirlestum og fræðsluefni og auk þess að ganga á undan með góðu fordæmi í vinnu. Helstu áskoranirnar við það að ná fram markmiðum lagana er fjárhagsrammi sem þau starfa eftir, auk starfsmannahaldsins. Varðandi stuðninginn sem þau fá til þess að ná fram markmiðum laga, þá töldu þau hann góðan en það mætti bæta hann á ýmsa vegu til dæmis með föstum fundum með næsta yfirmanni. Framlínustjórnendur virðast alltaf þurfa að hafa frumkvæði að því að fá stuðning því hann er ekki fast mótaður í skipulagið hjá miðstöðunum.
Niðurstöður rannsóknarinnar geta verið gagnlegar fyrir velferðarsvið Reykjavíkurborgar þar sem þær gefa vísbendingu um ákveðin atriði sem hægt væri að bæta úr með litlum tilkostnaði svo sem að auka stuðning við framlínustjórnendur til dæmis með því að auka samskipti við næsta yfirmann og mannauðsráðgjafa
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Framlínustjórnendur í húsnæði fyrir fatlað fólk - ÓMH.pdf | 813,55 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Lokaverkefni - Yfirlýsing ÓMH.pdf | 426,89 kB | Lokaður | Yfirlýsing |