Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45721
Íslensk stjórnvöld hófu innleiðingu á rafrænni stjórnsýslu fyrir meira en tuttugu árum síðan. Á þeim tíma hefur orðið gríðarleg þróun í tækni og hugbúnaði sem hefur haft mikil áhrif á þróun rafrænnar stjórnsýslu. Það hefur einnig haft mikil áhrif á kröfur samfélagsins um rafrænt aðgengi að þjónustu stjórnvalda. Í þessu samhengi hafa kröfur samfélagsins á Íslandi um aðgengi að þjónustu stjórnvalda hvar og hvenær sem er vaxið samhliða aukinni þróun í tækni og hugbúnaði.
Markmið þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á stöðu þróunar á innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu á Íslandi með tilliti til einnar þjónustugáttar stjórnvalda. Einnig var markmiðið að rannsaka hvaða þættir hafa haft áhrif á innleiðingu á rafrænni stjórnsýslu á Íslandi. Eigindlegri aðferðafræði var beitt til að varpa ljósi á viðfangsefnið, en tekin voru sjö viðtöl við starfsmenn sex stofnana og Verkefnastofu um stafrænt Ísland.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að stjórnvöld hafa gefið út stefnur með skýrum markmiðum í gegnum árin, en innleiðingarferli rafrænnar stjórnsýslu er hvergi nærri lokið og í raun fremur stutt á veg komið. Samstarf stofnana ásamt deilingu gagna þeirra á milli er áberandi ábótavant og sjálfstæði stofnana varðandi þróun á stafvæðingu verkefna eru meðal annars þættir sem hafa haft neikvæð áhrif á innleiðingarferli rafrænnar stjórnsýslu á Íslandi.
The Icelandic government started implementing electronic administration more than twenty years ago. During that time, there has been a great development in technology and software, which has had a great impact on the development of e-government. It has also had a major impact on society's demands for electronic access to government services. In this context, the demands of society in Iceland for access to government services anywhere and at any time have grown alongside increased development in technology and software. The aim of the study was to shed light on the state of development of the introduction of e-government in Iceland regarding the government strategy of one governmental service portals. The aim was also to investigate which factors have influenced the implementation of electronic administration in Iceland. Qualitative methodology was used to shed light on the subject, and seven interviews were conducted with employees of six organizations and one from Project of digital Iceland (ísl. Verkefnastofa um stafrænt Ísland).
The main findings of the study were that the government has issued policies with clear goals over the years, but the implementation process of electronic administration is nowhere near finished and there is a long road ahead. Cooperation between institutions and the sharing of data between them was noticeably lacking, and the independence of institutions regarding the development of documentation of projects are among other factors that have had negative impact on the implementation process of electronic administration in Iceland.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Valgerður S. MPA ritgerð.pdf | 705,53 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing VS.pdf | 41,3 kB | Lokaður | Yfirlýsing |