Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45724
Bakslag hefur orðið í réttindum hinsegin fólks í Bandaríkjunum á síðustu árum. Flórída er eitt af þeim ríkjum sem hefur nýverið innleitt lög gegn hinsegin fólki. Lög af þessu tagi eru ekki ný af nálinni í Flórída, en fram hafa komið lög og frumvörp sem beinast gegn hinsegin fólki allt frá árinu 1868. Á síðustu þremur árum hefur slíkum frumvörpum fjölgað og hlutfallslega fleiri hafa verið samþykkt og orðið að lögum vegna hægri popúlísks stjórnmálalandslags. Þessi ritgerð rannsakar áhrif popúlískrar nýfrjálshyggju á réttindi hinsegin fólks í Flórída. Í fræðikaflanum er popúlísk nýfrjálshyggja og notkun hennar útskýrð. Farið er yfir þau lög sem skerða réttindi hinsegin fólks og hafa tekið gildi á árunum 2021 til 2023 og þau greind út frá hugmyndum popúlískrar nýfrjálshyggju. Niðurstöður sýna að popúlísk nýfrjálshyggja er í raun of mótsagnakennd til að hægt sé að setja fram afgerandi niðurstöður um áhrif hennar á hinsegin réttindi. Í fjárhagstengdum tilvikum getur kenningin mótað andstöðu við hinsegin fólk og þá sérstaklega trans fólk en í flest öðrum aðstæðum stangast nýfrjálshyggjan á við hægri popúlismann vegna áherslna á frelsi einstaklingsins.
For the last few years there has been a backlash against queer rights in the United States. Florida is one of the states that has recently introduced laws against queer people. Those kinds of laws are not a new concept in Florida. Laws and bills directed against queer people have been introduced periodically since 1868. In the last three years introductions of bills against queer people have grown in numbers and the ratio of those that have been introduced into law has grown because of a right-wing populist political climate. This thesis examines the influence of neoliberal populism on queer rights in Florida. In the theoredical chapter neoliberal populism is explained. The bills that have been passed into law in the years 2021 to 2023 are then reviewed and analyzed from the perspective of neoliberal populism. The conclusion shows that neoliberal populism contains too much conflict within itself to provide a decisive conclusion about its effect on queer rights. In economically related cases the theoretical frame can create resistance against queer people, especially trans people. In most other cases the neoliberalism and right-wing populism clash because of neoliberalist emphasis on individualistic freedom.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-ritgerð- pdf.pdf | 392.46 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
skemman yfirlýsing.pdf | 260.73 kB | Lokaður | Yfirlýsing |