Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45728
The marginalia can offer surprising insight into the scribe’s life and the culture that surrounded the creation of a manuscript. There are articles and books written on continental European marginalia texts and images but when it comes to Icelandic manuscripts, there are only several papers which discuss the marginalia text and none which focuses on marginalia images. This thesis will discuss the marginalia images of two Icelandic manuscripts AM 345 fol. and AM 431 12mo from the 16th century with the help of continental European manuscripts to deepen the understanding of the scribes and scribal culture in medieval Iceland. The first chapter with deal with the general history and scribal culture in Iceland. The second chapter will go into the continental European manuscript production and scribal culture. The third chapter will discuss the Marginalia images of AM 345 fol. and AM 431 12mo applying the theories that have been discussed in the previous chapters. This thesis attempts to open conversations about marginalia images in Icelandic manuscripts which previously has not been talked about in the hopes that there will be further discussions about the marginalia images of Icelandic manuscripts.
Spássíugreinar í handritum geta veitt óvænta innsýn í líf og umhverfi skrifara og handritamenningar. Spássíugreinar og myndir á spássíum hafa verið rannsakaðar þó nokkuð í evrópskum handritum en fáar rannsóknir er að finna um efnið í íslenskum handritum, aðeins nokkrar greinar hafa verið skrifaðar um texta á spássíum en lítið sem ekkert hefur verið skrifað um myndskreytingar á spássíum. Í þessari ritgerð er fjallað um teikningar á spássíum í tveimur íslenskum handritum frá sextándu öld, AM 345 fol. og AM 431 12mo, með samanburði af rannsóknum á evrópskum handritum í því skyni að dýpka skilning á skrifurum og skrifaraumhverfi á Íslandi á miðöldum og síðmiðöldum. Í fyrsta kafla er fjallað almennt um sögu handritaskrifara á Íslandi. Í öðrum kafla er sjónum beint að handritagerð og skrifaramenningu í Evrópu og í þriðja kafla er fjallað um spássíumyndir í AM 345 fol. og AM 431 12mo með tilliti til þeirra aðferða sem ræddar voru í fyrri köflum. Í ritgerðinni er leitast við að opna umræðu um myndir á spássíum í íslenskum handritum, sem hingað til hefur verið takmörkuð, í þeirri von að hún leiði til frekari rannsókna á spássíumyndum í íslenskum handritum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MA thesis_Final.pdf | 1,36 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Declaration.pdf | 82,22 kB | Lokaður | Yfirlýsing |