Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45730
Markmið þessa verkefnis er að gera grein fyrir menningarnámi og þeim skaða sem kann að verða af því.
Í kenningalegum kafla ritgerðarinnar er fjallað um hlutverk og túlkanir menningar hugtaksins innan mannfræðinnar. Einnig er snert á femíniskum nálgunum og kenningum um vald og valdasamspil.
Því næst er farið yfir sögulegar forsendur menningarnáms og stoðir þess í kynþáttahyggju, með tilliti til heimsvalda- og nýlendustefnu Evrópu.
Í umfjöllun um menningarnám er einnig fjallað um hugtök því tengdu; menningardám og menningaraðlögun. Hvort tveggja eru þetta hugtök sem mikilvægt er að gera grein fyrir svo hægt sé að fjalla um menningarnám á heildrænan hátt. Í kjölfar þeirrar umfjöllunar kemur til nýlegt hugtak, menningarstuldur sem gæti mögulega leyst hugtökin menningarnám og -dám af hólmi.
Að endingu er rætt um mikilvægi þess að horfast í augu við það kerfi sem menningarnám þrífst innan, svo hægt sé að virða allar menningar að verðleikum.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| BA -Sólveig Guðrún Geirsdóttir.pdf | 413,17 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
| solveiggeirs_2023-09-06_15-48-54.pdf | 134,54 kB | Lokaður | Yfirlýsing |