is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45733

Titill: 
  • ,,Það þarf alltaf að búa til þennan aga sem oft á tíðum er mesta áskorun". EOS aðferðafræði hjá Skeljungi í tengslum við stefnumótun
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Stefna sem verkfæri hefur verið mikilvægt tól í marga áratugi til að skipulagsheild nái árangri. Fyrirtæki hafa notast við ýmis stefnumiðuð tól og tæki til að ná betri árangri og markmiðum sínum í skipulagsheildinni. Dæmi um slík verkfæri eru Bláahafsstefnan, OKR-aðferðin, KPI-aðferðin og 4dx-aðferðafræðin. Hér á landi hafa íslensk fyrirtæki byrjað að innleiða EOS aðferðafræðina (e. Entrepreneur Operating System) sem snýst um að aðstoða stjórnendur við að ná markmiðum sínum, leysa vandamál og byggja upp drifkraft með hagnýtum verkfærum.Markmið þessarar rannsóknar er að rannsaka EOS aðferðafræðina, kanna innleiðingu hennar í raunverulegu fyrirtæki og auka skilning á fræðilegum skilgreiningum stefnumótunar í tengslum við aðferðafræðina. EOS aðferðafræðin verður sérstaklega skoðuð hjá fyrirtækinu Skeljungi til að fá betri skilning á reynslu starfsmanna og persónulegu skoðun þeirra á aðferðafræðinni. Notast var við raundæmisrannsókn þar sem tekin voru sjö viðtöl við einstaklinga sem hafa reynslu og þekkingu á aðferðafræðinni hérlendis. Einnig var stuðst við gögn og skýrslur um efnið. Niðurstöður rannsóknar leiddu í ljós að EOS aðferðafræðin er fyrirhuguð stefna (e. deliberate strategy) þar sem áhersla er lögð á að ná ætluðu markmiði og er miðlað af æðstu stjórnendum og er vandlega mótuð. Fyrirtæki setja sér ákveðin markmið í upphafi EOS innleiðingar og í kjölfarið myndast strangt skipulag og dagskrá til að ná þeim vikulega eða á ársfjórðungsfresti. Starfsmenn Skeljungs höfðu litla þekkingu og reynslu á öðrum verktólum stefnumótunar og því var aðferðafræðin fyrsta skipulagða kerfið í starfsemi þeirra. Viðmælendur voru almennt mjög jákvæðir gagnvart þessari innleiðingu þrátt fyrir að það hafi verið áskorun að læra á aðferðafræðina. Aðferðafræðin hjálpaði Skeljungi að ná markmiðum sínum og eru samskipti, teymisvinna og starfsánægja að aukast. Fundirnir eru orðnir markvissari og er auðveldara að leysa ákveðin vandamál í sameiningu og starfsmennirnir finna fyrir meiri tilgangi með starfinu. Hins vegar getur aðferðafræðin hentað misvel starfshlutverki starfsmanna og það ríkir óvissa með framtíðarsýn aðferðafræðinnar vegna komu nýrra stjórnenda og agaleysis.

  • Útdráttur er á ensku

    Strategy as a tool has been essential for organizational success for decades. Companies have used various strategic tools and methods to achieve better results and their organizational goals. Examples of such tools are the Blue Ocean Strategy, the OKR method, the KPI method, and the 4dx methodology. In Iceland, companies have started to implement the EOS (Entrepreneur Operating System), which revolves around helping managers achieve their goals, solve problems, and increase drive with practical tools.The aim of this study is to investigate the EOS methodology, explore its implementation in a real-life setting, and provide insight into the theoretical definitions of strategic planning in relation to the methodology. The EOS methodology will be specially examined at the company Skeljungur to gain a better understanding of the employee's experience and their opinion of the methodology. A case study method was used, where seven interviews were conducted with individuals who have experience and knowledge of the methodology in Iceland. Data and reports on the subject were also used to demonstrate results in a measurable manner.The results of the study revealed that the EOS includes placing emphasis on a desired goal through the use of deliberate strategy which is carefully formulated and communicated by top management. Companies set specific goals at the beginning of EOS implementation, and as a result, a strict structure and schedule is formed to help achieve those goals on a weekly or quarterly basis. Skeljungur employees had little knowledge and experience of other strategic planning tools, so the methodology was the first organized system they had experienced. Interviewees were generally positive about the new system, despite the fact that it proved a challenge to learn the methodology. The methodology helped Skeljungur achieve its goals, with communication, teamwork, and job satisfaction. Meetings within the company have become more targeted and the new strategy has made it easier to solve certain problems together and the employees feel more purpose in their work. However, the methodology may not be suitable for all the employees' job roles, and there is uncertainty in the future of the methodology due to the arrival of new managers and lack of discipline.

Samþykkt: 
  • 7.9.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45733


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil-OliwiaJulia.pdf1,19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing-oliwiajulia.pdf46,17 kBLokaðurYfirlýsingPDF