is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45734

Titill: 
  • Trans kynvitund í kynjuðu samfélagi
  • Titill er á ensku Transgender identity in a gendered society
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi fjallar um líf og upplifanir trans fólks, sem er fólk sem fékk úthlutað kyni við fæðingu sem stangast á við kyngervi þeirra. Kynjatvíhyggja og kynjakerfi litar samfélagsgerð okkar og trans fólk býr við félagslegt misrétti. Megintilgangur rannsóknarinnar er að kanna kynvitund trans fólks, en slík rannsókn hefur ekki verið framkvæmd hérlendis. Rannsóknarspurningar snúa að því hver kynvitund trans fólk sé, hvernig kynjun samfélagsins hefur áhrif á hana, hver upplifun þeirra sé af líkama sínum og hver staða þeirra sé í samfélaginu. Tekin voru viðtöl við 14 trans einstaklinga; 3 trans konur, 3 trans karla og 8 kvár. Rannsóknarniðurstöður voru greindar með þemagreiningu. Niðurstöður sýna fram á að trans kynvitund er fjölbreytt, hún getur ýmist verið upplifuð sem kjarna í sjálfsmynd, sífellda þróun sem hluti af persónulegum þroska eða sem eitthvað óskiljanlegt fyrir mann sjálfan. Kynjuð valdakerfi samfélagsins hafa áhrif á kynvitund og kyntjáningu. Upplifun trans fólks af eigin líkama er einnig fjölbreytt og undir áhrifum viðtekna hugmynda samfélagsins um trans fólk og réttmæta líkama. Jaðarsetning trans fólk hefur djúpstæð áhrif á tilfinningalíf þeirra og viðbrögð þeirra í samfélaginu. Transfemínísk samstaða er mikilvæg til að stuðla að jöfnum tækifærum, virðingu og réttindum fyrir öll.

  • Útdráttur er á ensku

    This research project is about the lives and experiences of trans people. Trans people are defined as people whose assigned sex at birth conflicts with their gender identity. The gender binary and patriarchy define our society. Trans people are marginalized and the main purpose of this study is to investigate transgender identities within this society. This has not been researched yet in Iceland. This study´s research questions focus on transgender identity, how society‘s gendering affects this identity, how trans people experience their body, and their experience of a marginalized social standing. Qualitative interviews were conducted with 14 trans people, including 3 trans women, 3 trans men and 8 nonbinary people. The results were analysed using thematic analysis. The results indicate that transgender identity is diverse. It can be experienced as a core tenet of one's identity, a continual process of personal development, or as something incomprehensible to oneself. Society's gendered systems of power influence gender identity and gender expression. The way trans people experience their own bodies also varies and is influenced by society's prevailing notions about transgender individuals and cis-gender bodies as the only legitimate ones. The marginalization of trans people profoundly affects their emotional well-being and their interactions within society. Transfeminist solidarity plays a crucial role in promoting equal opportunities, respect, and rights for all.

Samþykkt: 
  • 7.9.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45734


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BirtaÓskHönnu_Meistararitgerð2023.pdf984,28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_BirtaÓskHönnu2023.pdf210,16 kBLokaðurYfirlýsingPDF