is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4574

Titill: 
 • Ertuygla: áhrif ertuyglu á mismunandi afkvæmahópa alaskaaspar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Fyrir nokkrum árum fór að bera á skemmdum í lúpínubreiðum og ungskógrækt af völdum ertuyglu á Suðurlandi. Ertuyglan í hópi næturfiðrilda og er þekktur skaðvaldur víða um Evrópu en þó hún sé ekki nýr þegn á Íslandi og nokkrir faraldrar hafa gosið upp þá hefur hún að mestu lagst á lúpínu. Það skýrir útbreiðslu hennar því lúpína er mikið notað á uppgræðslusvæðum og oft sem undanfari skógaræktar. Ertuyglan bindur sig þó ekki einungis við skógarsvæði í lúpínubreiðum og er farin að valda usla víðar. Vaknað hafði upp áhuga að kanna hvort einhverjir klónar plantna hafi meira þol gagnvart þessum vágest en aðrir. Farið var út í það
  að skoða áhrif ertuyglu á mismunandi afkvæmahópa alaskaspar til að forvitnast um hvort einhver hópur sé með meiri mótstöðu fyrir ertuyglu en aðrir hópar. Tekin var út afkvæmatilraun á Sóleyjarbakka í Árnessýslu sumarið 2007. Sjö
  afkvæmahópar voru valdir úr tilrauninni og niðurstöður matsins á þessum afkvæmum var síðan borin saman við niðurstöður úttektar á sömu
  afkvæmahópum árið 2005. Markmið verkefnisins var að finna út hvort; marktækur munur væri á sækni
  ertuyglu í mismunandi afkvæmahópa alaskaaspar og hvort tengsl væri á milli hæðar plantnanna og beitar. Og svo í lokin, var skoðað, hvort tengsl væri á milli beitarþols og þoli gegn ryði, þ.e hvort hægt sé að velja þolnar plöntur fyrir báða
  þessa skaðvalda í einu. Athyglisverðar niðurstöður komu út úr úttektinni en marktækur munur reyndist
  vera á milli afkvæmahópa hvað varðar beit á blöðum og heildarbeit á plöntum. Afkvæmahópur Súlu/Pinna komu best út fyrir báðar breyturnar en afkvæmahópur
  Súlu/Hallorms kom marktækt verst út. Hæð plantna virtist ekki skýra beitina því lægri plöntur voru ekkert frekar illa farnar en lægri plöntur þannig að það er eitthvað í erfðaefni plönturnar sem skýrir þessar niðurstöður. Ekkert samband var
  á milli beitarþols og ryðþols og því ekki hægt að velja þolna einstaklinga fyrir bæði í einu.

Samþykkt: 
 • 23.3.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4574


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ertuygla_Hronn_öll.pdf2.32 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna