Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45747
Markmið þessarar rannsóknar er að fá innsýn inn í það hvernig íslensk fyrirtæki eru að notast við mannauðsteymi sín til að ná árangri í umhverfismálum. Framkvæmd rannsóknarinnar er eigindleg, þar sem tekin voru átta hálfopin viðtöl við starfandi mannauðsstjóra og sérfræðinga á mannauðssviði. Fyrirtækin eru af ýmsum stærðum og gerðum, með allt frá 40 starfsmönnum og upp í 1100 talsins.
Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að íslensk fyrirtækjum er umhugað um umhverfismál og eru þau orðinn hluti af meginstefnu þeirra. Samkvæmt viðmælendum þessarar rannsóknar er þó ekki verið að fullnýta mannauðsteymin til að ná auknum árangri í umhverfismálum þar sem þekking á grænni mannauðsstjórnun afar takmörkuð. Af þeim sökum er lítil markviss vinna sem á sér stað innan mannauðsteymanna þegar kemur að þessu málefni. Það er þó ýmislegt jákvætt sem á sér stað innan íslenskra fyrirtækja, en þar má helst nefna rafræna ferla og þar með minnkuð pappírsnotkun. Að auki koma mörg fyrirtæki til móts við starfsfólk með samgöngustyrkjum og bjóða starfsfólki einnig upp á fjarvinnu. Enn fremur virðast umhverfismál í öllum tilfellum fá vægi þegar kemur að fræðslu og þjálfun.
Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að koma þarf umhverfismálum inn í mannauðsstefnur íslenskra fyrirtækja. Með því væri hægt að byggja áframhaldandi vinnu á sterkum grunni. Í kjölfarið á því þyrfti að horfa til allra þátta grænnar mannauðsstjórnunar og skoða hvað má gera betur í hverjum málaflokki fyrir sig. Rannsakandi vonar að þessi rannsókn gefi lesendum innsýn inn í græna mannauðsstjórnun og þar með hugmynd um það hvernig megi nota mannauðsteymi íslenskra fyrirtækja til að ná bættum árangri í umhverfismálum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlýsing-Skemman.pdf | 15.38 MB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
MS ritgerð - lokaútgáfa UPPFÆRT.pdf | 630.19 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |