Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45749
Fjármálakreppan 2008 leiddi í ljós ýmsa veikleika, þar á meðal að fjármálaeftirlit á Íslandi var ekki viðunandi og ekki var ljóst hver bar ábyrgð á fjármálastöðugleika og þar með féll margt milli skips og bryggju. Stjórnvöld tóku stórt skref með setningu nýrra heildarlaga um Seðlabanka Íslands árið 2020, en helsta breytingin sem lagasetningin fól í sér var sameining Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins.
Seðlabanki Íslands hefur áður sinnt eftirlitshlutverki, en hann sinnti eftirliti með bankastarfsemi frá stofnun hans árið 1961 til stofnunar Fjármálaeftirlitsins árið 1999. Þá var talið skynsamlegt að ein stofnun, Fjármálaeftirlitið, færi með eftirlit með bankastarfsemi og vátryggingastarfsemi og væri aðskilin Seðlabankanum. Nú eru breyttir tímar og bæði innlendir og erlendir sérfræðingar hafa mælt með að allt fjármálaeftirlit heyri undir Seðlabankann, vegna þess að íslenska hagkerfið er lítið og fjármálakerfið er samofið þar sem kerfisáhætta getur stafað frá fleiri aðilum en bönkum einum. Sérfræðingar hafa bent á að með því að fela Seðlabankanum einum ábyrgð á peningastefnunni, fjármálastöðugleika og fjármálaeftirlit nást fram samlegðaráhrif, takmarkaði mannauðurinn er nýttur á hagkvæman hátt og ólíklegra er að eitthvað falli milli skips og bryggju.
Lögin fólu einnig í sér ýmsar aðrar breytingar sem taldar voru nauðsynlegar í ljósi sameiningarinnar. Þar á meðal breytt stjórnskipan, ákvæði um aukna fræðslu á vegum Seðlabankans, ákvæði um mat óháðra sérfræðinga á frammistöðu bankans og strangari hæfnikröfur fulltrúa í bankaráðinu sem framfylgir eftirliti með starfsemi Seðlabankans. Breytingarnar voru í samræmi við tillögur sérfræðinga sem stjórnvöld höfðu ráðfært sig við.
Þar sem lögin voru byggð á tillögum sérfræðinga sem búa yfir víðtækri þekkingu á seðlabankastarfsemi og fjármálaeftirliti og tillögur þeirra sneru að aukinni skilvirkni og hagkvæmni er hægt að segja að nýju lögin um Seðlabanka Íslands séu byggð á traustum fræðilegum grunni.Lögin fólu einnig í sér ýmsar aðrar breytingar sem taldar voru nauðsynlegar í ljósi sameiningarinnar. Þar á meðal breytt stjórnskipan, ákvæði um aukna fræðslu á vegum Seðlabankans, ákvæði um mat óháðra sérfræðinga á frammistöðu bankans og strangari hæfnikröfur fulltrúa í bankaráðinu sem framfylgir eftirliti með starfsemi Seðlabankans. Breytingarnar voru í samræmi við tillögur sérfræðinga sem stjórnvöld höfðu ráðfært sig við.
Þar sem lögin voru byggð á tillögum sérfræðinga sem búa yfir víðtækri þekkingu á seðlabankastarfsemi og fjármálaeftirliti og tillögur þeirra sneru að aukinni skilvirkni og hagkvæmni er hægt að segja að nýju lögin um Seðlabanka Íslands séu byggð á traustum fræðilegum grunni.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS ritgerð SFHM.pdf | 647.03 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing_SFHM.pdf | 218 kB | Lokaður | Yfirlýsing |