is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45758

Titill: 
  • Málhrörnun: Einkenni hennar og upplifun málhrörnunarþola
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð sem lögð er fram til BA-prófs í almennum málvísindum á hugvísindasviði Háskóla Íslands er fjallað um hugtakið málhrörnun (e. first language attrition) og upplifun málhrörnunarþola (e. attriters). Málhrörnun er hálfgert ryðgunarferli sem felur í sér að einstaklingur missir færni á móðurmálinu. Þetta ferli stafar bæði af einangrun frá þeim sem tala móðurmálið og notkun á öðru tungumáli. Að öllum líkindum upplifa flestir tvítyngdir einstaklingar málhrörnun að einhverju leyti, en hún er áberandi meðal þeirra sem eru brottfluttir og nota sitt annað tungumál mun oftar en móðurmálið. Þeir sem verða hvað mest fyrir málhrörnun eru kallaðir málhrörnunarþolar. Í ritgerðinni var leitast eftir því að svara eftirfarandi spurningum: Hvernig lýsir málhrörnun sér? Hverjir verða fyrir málhrörnun og hver er upplifun þeirra?
    Meginmarkmið ritgerðarinnar er að segja frá einkennum málhrörnunar, hvernig ferlið er og því velt upp hvort málhrörnun sé eins sjaldgæf og skortur heimilda um hugtakið gefur til kynna. Við gerð ritgerðinnar voru tekin viðtöl við tvo málhrörnunarþola sem hafa íslensku sem móðurmál til þess að gefa betri innsýn í einkennin og upplifun málhrörnunarþola. Í ljós hefur komið að málhrörnun er algengari en almennt þekkist og að upplifun málhrörnunarþola getur reynst þeim krefjandi fyrir vikið. Þörf er á frekari rannsóknum um umfjöllunarefni þessarar ritgerðar.

Samþykkt: 
  • 8.9.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45758


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Málhrörnun - BA ritgerð.pdf425.48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing fyrir Skemmuna undirritað.pdf380.65 kBLokaðurYfirlýsingPDF