is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Viking and Medieval Norse Studies >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45773

Titill: 
 • Titill er á dönsku Jul i Islændingesagaerne
Námsstig: 
 • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
 • Útdráttur er á ensku

  This thesis focuses on ’Jól’ (yule, Christmas) in ‘Islendinga sogur’ (sagas of Icelanders). To derive the saga's description of jól, all mentions have been counted and examined. Herby three main uses have been discovered. First the use of jól as a fixed point in time. Here, jól is used to describe the yearly cycles or to explain where in the calendar actions took place. This follows a discussion of the different calendar systems in the pre-Christian North. Secondly, the mentions where the word jól are describing yule celebrations, e.g. inviting guests or traveling to yule banquets, drinking, gift-giving, decorations, and plays. In this part, a lot of the text pieces are examined closely to evaluate how the descriptions are related to the society of Iceland or linguistic to the story or plot in the saga. The final part is about the supernatural element which has been the focus of many scholarly works working with Yule. Traditionally ‘draugar’ (ghosts) have been included in the yule understanding, but here ‘berserkir’ (berserks) and ‘jötnar’ (giants, trolls) have been included as well.
  Besides the standard source-critically account from the traditional historian, there have been used simple statistics to organize the elements and investigate whether previous scholarly works have included a representative number of sources to describe yule.
  The thesis concludes that yule was an important celebration as everybody knew when it was celebrated and therefore an easy fix point in the calendar. The celebration consisted of drinking parties which worked as statements of alliances. The festivities have most likely included sports games and some religious activities. Supernatural elements are described around Yule in some of the saga. However, ‘bersærks’ and ‘jotun’ seem more related to locations, and ‘draugr’ to darkness, rather than to yule. Furthermore, all the instances of ‘draugr’ are written as educational stories to strengthen the morality of the Christian belief, rather than being an actual part of yule.

 • Ritgerðin fjallar um jól (yule) í Íslendingasögum. Gerð er grein fyrir því hvernig jólum er lýst í sögunum, og í þeim tilgangi verður litið til allra atvika þar sem jól eru nefnd. Með slíkri leit og greiningu hefur lýsingunum verið skipt í þrennt. Í fyrsta lagi er orðið jól notað sem viðmið um tíma. Jólin eru þá notuð til að lýsa árstíð eða útskýra hvenær ársins atburðir eiga sér stað. Í tengslum við þessa umræðu er gerð grein fyrir forkristnu tímatali Norðurlandabúa. Í öðru lagi er orðið jól notað í samhengi við jólahátíðina, þ.e. þegar gestum er boðið til jólaveislu, um ferð þeirra þangað, drykkju, gjafaskipti, skreytingar og leiki. Í þessum hluta eru textabútar greindir og leitast er við að meta hvernig þeir falla að íslensku samfélagi eða hvernig þeir virka sem frásögn í framvindu sögunnar. Í þriðja lagi er fjallað um yfirnáttúrulega atburði sem er einmitt sá þáttur sem rannsóknir fræðimanna hafa einkum beinst að hingað til. Í slíku samhengi hefur áður verið fjallað um drauga, en hér verður að auki fjallað um berserki og jötna. Þær aðferðir sem beitt er einkennast af hefðbundinni heimildarýni í anda sagnfræði. Í þeim tilgangi þó að ná betur utan um heimildirnar er stuðst við einfaldar tölulegar greiningar enda má af þeim sjá hvaða heimildir fyrri fræðimenn hafa einkum verið að nota í lýsingum sínum á jólum, og hverjar ekki.
  Niðurstöður greiningarinnar er sú að jólin voru mikilvæg hátíð sem allir þekktu og héldu upp á, og þess vegna hefur verið auðvelt að grípa til þess að nota jólin sem tímatákn. Veisluhöldin einkenndust af samdrykkju sem var til þess fallin að styrkja tengsl og vináttubönd. Nokkur dæmi benda til þess að haldnir hafi verið leikar á jólum, einkum íþróttaleikar, og að einhvers konar helgisiðir hafi verið við lýði. Sumar sagnanna lýsa yfirnáttúrulegum atburðum sem áttu sér stað um jólaleytið. Þær vættir sem láta á sér kræla virðast þó ekki bundnar við jólin sérstaklega; berserkir og jötnar virðast vera bundnari við ákveðin svæði, og draugar eru bundnari við myrkur en endilega jólin sjálf. Þær draugasögur sem eiga sér stað í kringum jól fela þar að auki í sér ákveðna innrætingu og eru fremur til þess fallnar að styrkja fólk í kristinni trú en að tilheyra beinlínis jólunum sem slíkum.

Samþykkt: 
 • 11.9.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/45773


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Declaration.pdf264.54 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Speciale-om-jul-SL.pdf1.35 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna