Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45774
Í þessari ritgerð er fjallað um eignastöðu vinnuhjúa í Skagafirði um miðbik 19. aldar. Markmið hennar er að sýna fram á fjölbreytileika einstaklinga sem störfuðu við vinnumennsku og hversu þunn skilin voru milli þess að vera vinnuhjú og bóndi. Einkum er stefnt að því að brjóta niður þær hefðbundnu hugmyndir um að vinnuhjú hafi myndað afmarkaða samfélagsstétt sem einkenndist einna helst af mikilli fátækt og erfiðri lífsbaráttu. Fimmtíu dánarbú úr Skagafirði frá tímabilinu 1840-1870 voru valin og síðan voru sextán fulltrúar teknir sérstaklega fyrir og gerð ítarleg greining á efnahagsstöðu þeirra og æviferli. Því næst eru einstaklingarnir bornir saman með tilliti til eignastöðu, aldurs, kyns og uppruna. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að vinnuhjú voru margslunginn hópur og mikill munur gat verið á efnahagsstöðu þeirra bæði á milli aldurshópa og kynja. Aldur og uppruni skýrðu í meginatriðum hvernig eignastöðu þeirra var háttað. Einnig er ljóst að ekki er hægt að líta á vinnuhjú sem afmarkaða samfélagsstétt í ljósi þeirra þunnu skila sem lágu á milli vinnumennsku og búskapar. Vinnumennsku má að hluta líkja við starfsþjálfun sem langflestir einstaklingar um miðja 19. öld gengu í gegnum til að búa sig undir að stofna eigið býli síðar meir.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MA ritgerð - Kolbeinn Sturla G. Heiðuson - Eigur vinnuhjúa í Skagafirði um miðja 19. öld.pdf | 1,33 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing.pdf | 263,46 kB | Lokaður | Yfirlýsing |