Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45783
Árið 1894 var Hið íslenska kvenfélag stofnað. Það var fyrsta kvenfélagið sem hafði kvenréttindi á stefnuskrá sinni en umræður um réttindi og stöðu kvenna höfðu verið á Alþingi og meðal kvenna á níunda og tíunda áratug 19. aldar. Konur eins og Bríet Bjarnhéðinsdóttir og Ólafía Jóhannsdóttir skrifuðu greinar og héldu fyrirlestra um kvenréttindi og færðu þar rök fyrir frekari réttindum kvenna. Árið 1891 lögðu Skúli Thoroddsen og Ólafur Ólafsson alþingismenn fram tvö frumvörp er vörðuðu réttindi kvenna. Annað frumvarpið kvað á um að veita skyldi ekkjum og ógiftum konum sem stóðu fyrir sínu eigin búi og uppfylltu sömu skilyrði og giltu um karlmenn kjörgengi í hreppsnefnd, bæjarstjórn og fleiri nefndir. Hitt frumvarpið kvað á um að veita skyldi giftum konum fjárræði. Frumvörpin vour samþykkt í neðri deild Alþingis en varð ekki útrætt í efri deild. Árið 1893 voru frumvörpin svo aftur til umræðu á þinginu og töldu andstæðingar þau óþörf þar sem konur hefðu ekki óskað eftir þessum réttindum. Hið íslenska kvenfélag efndi því til undirskriftasöfnunar árið 1895 þar sem skorað var á Alþingi að samþykkja frumvörpin tvö sem og að veita konum fullt lagalegt jafnrétti á við karlmenn í framtíðinni. Undir áskorunina skrifuðu 2373 konur víðs vegar um landið. Í þessari ritgerð er undirskriftasöfnunin tekin til skoðunar. Ljósi er varpað á hvaða konur það voru sem skrifuðu undir, stöðu þeirra og aldur. Einnig er fjallað sérstaklega um einstaka konur sem skrifuðu undir. Í rannsókninni er leitast við að útskýra af hverju þessar konur skrifuðu undir en ekki aðrar með því að skoða nánar hvernig undirskriftirnar dreifðust um landið og innan sýslna og sókna. Reynt er að varpa ljósi á þessa undirskriftasöfnun frá mörgum sjónarhornum.
Þetta er frumrannsókn því lítið hefur verið skrifað um skipulag og framkvæmd hennar. Í ritgerðinni er fyrst og fremst stuðst við undirskriftalistana sjálfa og svo sóknarmannatöl til að ráða í það hvaða konur skrifuðu undir. Ritgerðin er nýjung í íslenskri sagnfræði sem mun dýpka þekkingu á kvennabaráttunni og sögu kvenna um aldamótin 1900 og því hvaða konur tóku þátt í henni.
The first women’s association which had women’s rights on its agenda was founded in 1894. It was called The Icelandic Women’s Association (icel. Hið íslenska kvenfélag). Discussions about the rights of women had already begun in the 1880s-1890s, both among women and in the Icelandic parliament (Althing). The likes of Bríet Bjarnhéðinsdóttir and Ólafía Jóhannsdóttir, two of the most famous women’s rights activists, started writing articles in the papers about women’s rights and why they deserved equal rights. In 1891, two parliamentary members of Althing, Skúli Thoroddsen and Ólafur Ólafsson, put forward two bills regarding women’s rights. The first bill would provide widows and unmarried women that fulfilled the same conditions as men, eligibility to sit on rural district councils. The second bill would provide married women financial independence, a right which women lost to their husbands upon marriage. Both bills were approved in the Lower Chamber of Althing but were not settled in the Upper Chamber. In 1893, both bills were again discussed in the Parliament. Those who were against the bills argued that it wouldn’t serve any purpose approving the bills because women hadn’t requested these rights. The Icelandic women’s association therefore started a petition in 1895, where they challenged the Icelandic Parliament to accept both bills and give women equal rights in the future. The petition got 2373 signatures from women all over the country. This essay investigates the collection of signatures for the petition. The essay aims to shine light on who the women were, who signed the petition, their age and class. The life and motivation of some of the women that signed the petition will also be studied. Why those women signed will be explained by examining where women signed in the country, administrative districts, and parishes. Not much has been written about the petition, neither its organization nor its realization. The main sources are the lists of signatures and the census of the parishes, to locate the women who signed. This essay is a novel work in the field of Icelandic history which will further improve our knowledge of the women’s rights movement at the turn of the century, the women who participated in it, and women’s history in general.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MA ritgerð - Atli - Loka.pdf | 1,18 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlysing - Atli B.pdf | 247,09 kB | Lokaður | Yfirlýsing |