is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45792

Titill: 
 • ,,Er þetta enn ein nefndin?" Skyggnst inn í stjórnarhætti skráðra félaga á Íslandi, samanburður tilnefningarnefnda og stjórna árið 2023. Fræðilegt yfirlit
 • Titill er á ensku Unwrapping diversity and structure in Icelandic Corporate Governance: A Theoretical Examination of Nomination Committees and Boards of Nasdaq-listed Companies in 2023
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari rannsókn var ljósi varpað á stjórnarhætti og þá sérstaklega stjórnir skráðra félaga á markaði Nasdaq á Íslandi. Þá var einblínt á þátt tilnefningarnefnda innan þeirra. Skoðað var hvort tilnefningarnefndir væru til staðar og ef svo var hvort að tilkoma þeirra væri að skila sér í hreyfingu á stjórnarsætum félaganna. Horft var fyrst og fremst á kynjafjölbreytni í því samhengi. Rýnt var í fyrirliggjandi gögn um stjórnarhætti skráðra félaga á markaði Nasdaq Íslandi á fimm ára tímabili og þau greind út frá leiðbeiningum um stjórnarhætti og fræðilegu sjónarhorni um tilnefningarnefndir og góða stjórnarhætti. Niðurstöðurnar gefa til kynna að skráð félög á markaði eru ekki öll tilbúin til þess að stofna tilnefningarnefndir en 17 tilnefningarnefndir finnast í 23 félögum. Þau sex félög sem hafa ekki tilnefningarnefnd hljóta öll fremur lága einkunn á GemmaQ kynjafjölbreytnis skalanum sem gefur til kynna að þau félög sem ekki starfrækja tilnefningarnefndir hafi minni hvata en aðrar til þess að gera breytingar á stjórnum sínum í átt að meiri fjölbreytileika. Þegar litið er til áhrifa tilnefningarnefnda á stjórnarskipun benda niðurstöður til þess að samsetning tilnefninganefnda skiptir máli. Vísbendingar eru um að tilnefningarnefnd sem einungis er skipuð stjórnarmönnum virðist ekki hreyfa mikið við stjórnarsamsetningu sem fyrir er. Tilnefningarnefndir geta stuðlað að fjölbreyttari stjórnum en þrátt fyrir það er það í valdi hluthafa að velja bæði í stjórn og í tilnefningarnefnd. Lífeyrissjóðir gegna þarna veiga miklu hlutverki sökum þess hve fyrirferðarmiklir þeir eru á markaði. Lög um kynjakvóta eru virt bæði í stjórnum og tilnefningarnefndum félaganna en þrátt fyrir það heyrir það til undantekninga að konur hafi gegnt stöðu stjórnarformanns innan félaganna síðustu fimm ár. Samtengingar stjórnar- og nefndarstarfa eru farnar að sjást á Íslandi líkt og þekkist erlendis en lítið er til af rannsóknum um efni sem tengist samtengingum stjórna og tilnefningarnefnda. Niðurstöðurnar gefa enn fremur til kynna að frekari rannsókna er þörf um íslenskar tilnefningarnefndir.

 • Útdráttur er á ensku

  This study sheds a light on the corporate governance practices of registered companies in the Nasdaq Iceland stockmarket. An emphasis was made on the role of their nominating committees. The presence of nomination committees was examined and if they were in place, their impact on changes in the company´s Stjórn seats was investigated. Gender diversity in this context was a primary consideration. The analysis was based on available data regarding corporate governance practices and existance of nomination committees of previously mentioned companies and collected data was interpreted according to governance guidelines and theoretical perspective on nomination committees and good governance practices.
  Main findings indicate that not all listed companies are willing to establish nomination committees since only 17 nomination committees were found in 23 companies. The six companies that do not have nomination committees all received relatively low scores on the GemmaQ gender diversity scale, suggesting that companies that do not establish nomination committees may have less motivation than others to make changes to their boards in the direction of greater diversity. When examining the impact of nomination committees on a board composition, the results suggest that the composition of nomination committees matters. There are indications that nomination committees consisting solely of board members do not significantly change the composition of the board. Nomination committees can contribute to more diverse boards, but it is within the power of shareholders to choose both the board and the nomination committee. Pension funds play a significant role in this regard due to their substantial presence in the market.
  Gender quota laws are respected both in boards and nomination committees of these registered companies. However, results show that there are very few instances where women have gotten to serve as boardchair of those same company boards in the past five years, despite the existence and adherence to gender quota laws. Board interlocks and committee interlocks are becoming more prevalent in Iceland, as it is recognized internationally. Limited research is available and especially on the topic of board-nomination committee interlocks. The results of this study suggest that further research on Icelandic nomination committees is needed.

Samþykkt: 
 • 12.9.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/45792


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlysinglokaverkefniskemman.pdf333.94 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Tilnefninganefndir og stjórnir Lokaritgerd.pdf3.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna