is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45798

Titill: 
  • 2021 Geldingadalir eruption: Lava fountaining dynamics on 4 May
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    On 19 March 2021, an eruption began in the Fagradalsfjall volcanic system in Iceland, emitting lava for the first time in 781 years on the Reykjanes Peninsula, SW Iceland. The 2021 Geldingardalir eruption contained close to 7000 eruption episodes with unusual diversity in episodic behavior. This research aims to understand episodic and pulsing behavior during lava fountaining episodes typical of Phase IIIA (2 May-10 June), which featured about 6960 lava fountaining episodes. Lava fountaining activity on 4 May was quantified, analyzed, and interpreted, with a focus on videos captured with a 4K camera between 16:00 and 17:00 GMT. From that, a map of pulses was generated, via the quantification of (i) pulse height and duration, (ii) pyroclast exit velocity, and (iii) fountain height. Lava-fountaining episodes displayed maximum heights of 120 to 160 meters and episode durations of 164 to 312 sec. The average exit velocity in each episode recorded by the 4K camera ranged from 16.3 - 20.2 m/s. This study also demonstrates the link between ongoing fountaining activity and volcanic tremor, making the tremor data averaged on a one-minute time scale a good proxy for the frequency of fountaining episodes in Phase IIIA. The tremor episodes start a few tens of seconds before and last a few seconds longer than the visible fountaining. Fountaining on 4 May gave an averaged frequency of 6-8 episodes per hour, with the average duration being 5.5 minutes (+/- 1.1 min) and repose intervals averaging 2.5 minutes (+/- 0.5 min).

  • Þann 19. mars 2021 hófst eldgos í Geldingadölum á Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga. Geldingadalagos er fyrsta hraungosið á skaganum í 781 ár og var óvenjulega fjölbreytt þegar kemur að goshegðun og hraunagerðum. Meðal annars voru goshrinurnar um 7000 talsins, sem er það mesta í einu gosi á jörðinni. Í þessari rannsókn er áherslan lögð á að greina goshrinurnar og meðfylgjandi kvikustrókavirkni sem einkenndu virknina 4 maí 2021. Virknin þennan dag er dæmigerð fyrir goshegðunina í Fasa IIIA (2 maí – 10 júní) og kvikustrókahrinurnar 6960 sem einkenndu hann. Þessu var náð með að mæla, greina og túlka valdar goshrinur frá 4. maí og þá með sérstaka áherslu á kvikustrókahrinurnar á tímabilinu frá 16:00 og 17:00 GMT sem skráð var með hágæða 4K myndavél. Púlsvirknin i goshrinunum var skráð með greiningu á: (i) púlshæð og púlslengd, (ii) útgangshraða kleprabomba og (iii) hæð kvikustróka. Niðurstöðurnar gefa hámarkshæð kvikustróka á bilinu 120 til 160 metrar og einstaka goshrinurnar stóðu yfir í 164 til 312 sekúndur. Meðal útkastshraði kleprabombanna var á bilinu 16,3 – 20,2 m/s. Jafnframt er sýnt fram á að bein tengsl eru á milli kvikustrókahrina og óróahrina, þar sem þær síðarnefndu byrjar alltaf fáeinum sekúndum á undan sýnilegri kvikustrókavirkni og vara lengur sem nemur nokkrum sekúndum. Óróahrinurnar eru því góður mælikvarði á fjölda kvikustrókahrina í Fasa IIIA. Þann 4 maí voru 6-8 goshrinur á klukkustund, sem að meðaltali stóðu yfir í 5,5±1,1 mínútur og á milli þeirra liðu 2,5±1,1 mínúta.

Samþykkt: 
  • 12.9.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45798


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS Thesis JSP - Final.pdf6.86 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman-yfirlysingaskjal-jona.pdf266.61 kBLokaðurYfirlýsingPDF