is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/458

Titill: 
 • Könnun á rekstrarforsendum fyrir nýja þurrkverksmiðju fyrir þangmjöl
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð eru rekstrarforsendur fyrir nýrri þörungaverksmiðju kannaðar. Ætlunin er að verksmiðjan framleiði lífrænt vaxtaraukandi næringarefni með ensímtækni. Hráefnið er þörungamjöl, vatn og ensím. Vatnið og ensímin leysa úr mjölinu næringar- og snefilefni sem eru nauðsynleg fyrir plöntur.
  Í ritgerðinni er reynt að upplýsa lesandann um fyrirtækin sem standa á bak við verkefnið. Auk þess að fræða hann um hvað lífrænn áburður er og af hverju hann er lífrænn. Gert var flæðirit fyrir verksmiðjuna til að gera sér grein fyrir umfangi hennar. Út frá því var hægt að finna hvers konar tækjabúnað þarf í verksmiðjuna. Gert var arðsemismat út frá gefnum upplýsingum og reynt að fá greinagóða mynd af rekstrinum næstu ár.
  Ekki er vitað með vissu hversu stór markaðurinn er fyrir þörungaáburð en verðandi söluaðili verksmiðjunnar í Bandaríkjunum telur að markaðurinn sé nægilega stór til að hefja framleiðslu
  Helstu niðurstöður voru þær að arðsemi rekstrarins verði nægileg miðað við þær upphafsforsendur sem reiknað var með. Líklegt er að tap verði af rekstrinum fyrstu tvö árin en eftir það á reksturinn að vera jákvæður. Hráefnis- og flutningakostnaður hafa langmest áhrif á kostnaðarhliðina en gengi íslensku krónunnar hefur mikil áhrif á það söluverð sem fæst fyrir afurðina.
  Lykilorð:
   Þaravinnsla
   Arðsemi
   Vaxtaraukandi næringarefni
   Flæðirit
   Lífrænt.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 01.01.2010
Samþykkt: 
 • 1.1.2005
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/458


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
konnun.pdf2.9 MBOpinnKönnun á rekstrarforsendum fyrir nýja þurrkverksmiðju fyrir þangmjöl - heildPDFSkoða/Opna
konnun_e.pdf177.42 kBOpinnKönnun á rekstrarforsendum fyrir nýja þurrkverksmiðju fyrir þangmjöl - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
konnun_u.pdf145.99 kBOpinnKönnun á rekstrarforsendum fyrir nýja þurrkverksmiðju fyrir þangmjöl - útdrátturPDFSkoða/Opna