is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4580

Titill: 
  • Hvenær er skylduaðild að félögum réttlætanleg með hliðsjón af almannahagsmunum?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari mun ég leitast við að gera grein fyrir því hvenær skylduaðild að félögum er réttlætanleg með hliðsjón af almannahagsmunum. Einnig mun ég fjalla um hvað felst í neikvæðu félagafrelsi þ.e. frelsinu til að standa utan félaga, hversu ríka vernd stjórnarskrá lýðveldisins Íslands veitir þessari tegund félagafrelsis og hvaða áhrif Mannréttindasáttmáli Evrópu hefur á túlkun hugtaksins almannahagsmunir í 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar.
    Félagafrelsið og vernd þess hefur verið mönnum hugleikið um langa tíð enda myndaði það ásamt tjáningarfrelsinu grundvöllinn að lýðræðisbaráttu einstaklinga. Þegar hugmyndir um félagafrelsi litu fyrst dagsins ljós var verndin eingöngu bundin við þann rétt að stofna og ganga í félög. Síðan þá hefur þróunin á alþjóðavettvangi verið á þá leið að viðurkenna einnig að hið neikvæða félagafrelsi njóti stjórnarskrárverndar enda er það í raun hin hliðin á sama peningi. Á Íslandi hafa ekki komið upp mörg deilumál hvað varðar skylduaðild að félögum. Þar af leiðandi hafa fáar spurningar vaknað um það hvort lögbundin skylduaðild að þeim félögum sem mæla fyrir um slíkt fyrirkomulag sé yfir höfuð nauðsynleg. Svo virðist sem víða sé pottur brotinn þegar skoðuð er löggjöf um hin ýmsu félög og liggur því beinast við að velta upp þeim málum sem komið hafa til kasta dómstóla og umboðsmanns Alþingis til að fá betri innsýn inn í hvenær fær staðist að skylda einstaklinga til aðildar að félögum með vísan til almannahagsmuna. Enn fremur mun ég kanna sérstaklega hvort skylduaðild að Lögmannafélagi Íslands, Félagi löggiltra endurskoðenda og að Félagi fasteignasala sé réttlætanleg í ljósi takmarkana 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar eins og hún er túlkuð með 2. mgr. 11. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, þ.e. með tilliti til almannahagsmuna.

Samþykkt: 
  • 23.3.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4580


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hvenær er skylduaðild að félögum réttlætanleg með hliðsjón af almannahagsmunum_.pdf237 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna