Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/45801
Konum er að fjölga í stjórnendastöðum bæði hér á landi og erlendis. Þrátt fyrir það eru þær ennþá í miklum minnihluta stjórnenda og þurfa að mæta ýmsum hindrunum sem koma í veg fyrir að þær blómstri og nái framgangi í starfi. Markmið ritgerðarinnar var að fá innsýn inn í heim kvenkyns fjármálastjóra á Íslandi og skoða hvort að þær hafa upplifað hindranir á starfsferlinum sínum. Jafnframt hvort að hindranirnar séu ennþá þær sömu og hversu mikil áhrif þær vega á starfsferil þeirra. Framkvæmd var eigindleg rannsókn sem lögð var fyrir fimm kvenkyns fjármálastjórnendur. Niðurstöður benda til þess að viðmælendur rannsóknarinnar höfðu allar upplifað einhvers konar fordóma og útilokun á starfsferli sínum. Þær upplifa kynjamismunun frá karlmönnum því þær vinna í karllægu umhverfi og eru í stjórnendastöðu.
Niðurstöðurnar benda til þess að konur mæta ennþá í dag kynjamismunun og mótlæti, en að konur séu betri í að takast á við fordóma og hafa byggt upp sterkt sjálfstraust sem hjálpar þeim að takast á við slíkt.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
BS.c ritgerð lokaskil.pdf | 670,59 kB | Open | Complete Text | View/Open | |
yfirlysing.pdf | 154,26 kB | Locked | Declaration of Access |