en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/45804

Title: 
  • Title is in Icelandic Óbundin hlutfallskosning til sveitarstjórna. Pólitískar eða samfélagslegar áherslur?
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Þessi ritgerð fjallar um óbundið kosningafyrirkomulag til sveitarstjórna á Íslandi. Um er að ræða rannsóknarritgerð þar sem eigindlegri aðferðarfræði var beitt í formi viðtala en tekin voru tvö viðtöl við kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum, eitt í fjölmennu og eitt fámennu
    sveitarfélagi, sem hlotið höfðu kosningu eftir ofangreindu kosningafyrirkomulagi.
    Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf og upplifun fulltrúanna á þessu kosningafyrirkomulagi og hvort að pólitískar eða samfélagslegar áherslur hefðu áhrif á nálgun þeirra og ákvarðanatöku í einstökum málum. Niðurstöðurnar benda til þess að upplifun fulltrúanna til þessa kosningafyrirkomulags er frekar jákvætt þar sem þeir telja að með því að kjósa einstaklinga megi koma í veg fyrir flokkadrætti og sundrungu í samfélaginu. Þegar kafað var nánar í þetta atriði kom í ljós að í erfiðum málum væri tilhneigingin sú að samfélgið klofnaði í afstöðu sinni og meiri- og minnihlutar yrði til. Þá kom fram að samfélagslegar áherslur væru ríkjandi í afstöðu til málefna sveitarfélagsins og í ákvarðanatöku og það þrátt fyrir að sveitarstjórnarfulltrúar væru
    flokksbundir ákveðnum stjórnmálaflokkum. Þeir færu því oft gegn hugmyndafræði og stefnu flokkanna, ef þeir teldu að samfélagið hefði hag af öðru. Þá leituðu kjörnir fulltrúar eftir samráði við íbúa, óskuðu eftir þátttöku þeirra og leituðu leiða til að koma til móts við óskir og
    vilja íbúanna. Að þessu leyti ástunduðu kjörnir fulltrúar rökræðulýðræði og leituðust við að dreifa valdinu og útfæra það eftir óskum og vilja íbúa.

Accepted: 
  • Sep 13, 2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45804


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA stjórnmálafræði - Óskar Kristjánsson.pdf612,97 kBOpenComplete TextPDFView/Open
2023-09-12 12_44_00.pdf378,81 kBLockedDeclaration of AccessPDF