Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/45807
Á undaförnum árum hefur borið meira á vegan lífsstíl eða grænkeralífsstíl sem gengur út á það að fólk forðast að neyta dýraafurða. Þessi lífsstíll er ekki alveg nýr af nálinni en hefur nýlega náð mikilli útbreiðslu. Í þessari rannsókn er leitast við að skoða hvaða ástæður liggja að baki því að fólk ákveður að taka upp grænkeralífsstíl og svo hvernig það er að framfylgja slíkum lífsstíl. Eigindlegri rannsóknaraðferð var beitt og viðtöl tekin við tólf einstaklinga. Það er eitt að gerast grænkeri og annað að viðhalda þessum lífsstíl, grænkerar þurfa oft að verja þennan lífsstíl og jafnvel réttlæta hann fyrir öðru fólki. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að það eru einkum tveir þættir sem hafa áhrif á það að fólk ákveður að gerast grænkerar. Þessir þættir eru dýravernd og heilsa. Við öflun fræðilegra gagna var umhverfissjónarmiðið einnig áberandi þáttur sem fær sífellt meira vægi. Viðmælendur upplifðu ekki mikla andstöðu við sinn lífsstíl þótt vissulega kæmu upp ýmsar aðstæður sem gátu verið krefjandi en viðmælendur gerðu ekki mikið úr því. Samfélagsmiðlar skipta miklu máli í þessu samhengi bæði til að hvetja fólk til að gerast grænkerar og að viðhalda þessum lífsstíl. Á samfélagsmiðlum er hægt að tengjast fólki eins og í gegnum Facebook hópinn Vegan Ísland. Mikið framboð af grænkerafæði og meiri vitundarvakning í samfélaginu undanfarið hefur haft mikil áhrif á viðmælendur sem tala um að sífellt auðveldara sé að stunda þennan lífsstíl. Hægt er að nálgast grænkerafæði í almennum matvörubúðum og flest allir veitingastaðir bjóði upp á grænkerakost.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð MA Þjóðfræði Margrét Adolfsdóttir.pdf | 650,8 kB | Open | Complete Text | View/Open | |
Margreta yfirlýsing í Skemmu.pdf | 28,33 kB | Locked | Declaration of Access |