is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45811

Titill: 
 • Titill er á ensku Assessing the Validity of the Food Frequency Questionnaire Used in the SAGA Cohort Study with a Special focus on Fish Consumption
 • Réttmæti fæðutíðnisspurningalista úr rannsókninni Heilsusaga Íslendinga með sérstakri áherslu á fiskneyslu
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur og markmið: Réttmæti fæðutíðnispurningalista sem notaðir eru í faraldsfræðilegum rannsóknum eru mikilvægur hluti af því að tryggja gæði þeirra. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna réttmæti fæðutíðnisspurningalista (TSL) sem notaður var í ferilrannsókninni Heilsusaga Íslendinga sem er forrannsókn Áfallasögu kvenna. Báðum rannsóknum er stjórnað af Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands.
  Aðferð: Notast var við gögn úr Heilsusögu Íslendinga frá árinu 2014 þar sem þátttakendur svöruðu fæðutíðnispurningalista (TSL1) (n=922; meðalaldur=50 ára, 56% konur). Réttmætisrannsókn var gerð 2015-2016 úr slembiröðuðu úrtaki úr Heilsusögu og svöruðu 88 einstaklingar (44% svarhlutfall) fæðutíðnispurningalistanum (TSL2) á nýjan leik (endurtakanleiki), en 36 af 88 fylltu einnig út fjögurra daga matardagbók sem borin var saman við svörin úr TSL2 (gildi). Spurningar um fiskneyslu og inntöku á ákveðnum fæðubótarefnum voru bornar saman við mælingar á löngum ómega-3 (n-3) fitusýrum í blóðvökva hjá þátttakendunum í réttmætisrannsókninni. Fylgni var metin með Spearman-fylgnistuðli. Bakgrunnsþættir þátttakenda í Heilsusögunni 2014 og réttmætisrannsókninni voru bornir saman til að ganga úr skugga um að þýðin væru samanburðarhæf.
  Niðurstöður: Óverulegur munur var á bakgrunnsþáttum þátttakenda í Heilsusögunni frá 2014 og úrtaksins sem tók þátt í réttmætisrannsókninni 2015-2016. Góð fylgni var milli svara í TSL1 og TSL2 (rs>0.25 fyrir allar fæðutegundir p<0.05). Samanburður á TSL2 við fjögurra daga skráningu sýndi að engin tölfræðilega marktækur munur var til staðar fyrir flestar fæðutegundir, sérstaklega fyrir þær sem neytt var tvisvar í viku eða oftar. Fiskneysla í Heilsusögunni var algeng en 78% borðuðu fisk einu sinni í viku eða oftar. Marktæk fylgni var á milli þess að neyta fisks oft í mánuði og þess að vera með hærri gildi n-3 í blóðvökva. Fylgnin var sterkust þegar neysla á bæði feitum og mögrum fiski var lögð saman (rs=0.33; p<0.01). Inntaka fæðubótarefna sem innihalda langar n-3 fitusýrur hafði ekki áhrif á tengslin. Of fáir tóku ekki inn slík bætiefni til að hægt væri að meta fylgni við fiskneyslu í lagskiptri greiningu.
  Ályktun: Flestir þátttakendur svöruðu fæðutíðnispurningalistanum á svipaðan hátt í bæði skiptin og var endurtakanleiki spurningalistans því góður. Einnig sýndi fjögurra daga skráning góða fylgni við fæðutegundir sem neytt var tvisvar í viku eða oftar samkvæmt fæðutíðnispurningalistanum. Þessar niðurstöður benda til þess að spurningalistinn nái að mæla tíðni neyslu algengustu fæðutegundanna á réttmætan hátt. Listinn virðist einnig fanga fiskneyslu nokkuð vel sem var algeng meðal þátttakenda. Niðurstöðurnar renna stoðum undir getu fæðutíðnisspurningalistans til þess að gefa upp rétta mynd af tíðni neyslu algengra fæðutegunda.

 • Útdráttur er á ensku

  Background and aim: The aim of this study was to investigate the validity of the food frequency questionnaire (FFQ) used in the SAGA Cohort Pilot Study (Heilsusaga Íslendinga) which is a pre-research study for the SAGA Cohort Study (Áfallasaga kvenna). Both projects are led by the Center of Public Health Science at the University of Iceland.
  Methods: Data from the 2014 SAGA Cohort Pilot Study was used, where all participants answered a food frequency questionnaire (FFQ1) (n=922; mean age=50 years, 56% women). A randomized validity study was conducted in 2015-2016 where 88 subjects answered the questionnaire (FFQ2) again (reproducibility), while 36 of the participants also completed a four-day food record (FDFR) which was compared to their answers in FFQ2 (validation). Questions on fish consumption and supplements including long chain n-3 fatty acids, were validated against the analysis of long n-3 fatty acids in the blood of the participants in the validity study. The correlation was measured using the Spearman coefficient. In addition, the background factors of the participants who participated in the SAGA Cohort Pilot Study were compared to those participating in the validation study.
  Results: There were no significant differences in the background characteristics between participants in 2014 and participants in the validation study from 2015-2016. There was a good correlation between the questions in FFQ1 and FFQ2 (rs>0.25 for all food items p<0.05). When comparing FFQ2 and the FDFR, there was no statistically significant difference between most food groups, especially those commonly consumed, or more than twice a week. Fish consumption in The SAGA Cohort Pilot Study was prevalent and 78% reported consumption once a week or more. There was a significant correlation between consuming fish several times a month and having higher plasma n-3 levels. This was especially true when the consumption of both fatty and lean fish was taken together (r=0.33; p<0.01). The intake of food supplements containing n-3 fatty acids did not affect the relationship. Too few people did not take such supplements for the correlation with fish consumption to be clear in that group in a stratified analysis.
  Conclusion: Most participants answered the FFQ similarly on both occasions and the reproducibility was therefore good, which indicates that the questions are quite clear. A quality comparison of the FFQ with the four-day dietary record of food that was generally consumed more than two times per week according to the FFQ confirmed the validation. These results indicate that the FFQ manages to correctly estimate the frequency of consumption of the most common types of food. The list seems to capture total fish consumption pretty well, but the frequency of fish intake was rather high. The results support the ability of the food frequency questionnaire to provide an accurate picture of the participants' habitual diet.

Samþykkt: 
 • 14.9.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/45811


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Edda Andrésdóttir - Masterthesis - Nutrition - June 2023 - University of Iceland.pdf2.31 MBLokaður til...01.06.2028HeildartextiPDF
yfirlýsing HÍ meistararitgerð.pdf384.15 kBLokaðurYfirlýsingPDF