is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45812

Titill: 
 • Eitt sinn Íslendingur: Heimildamynd um átthagaþrá í lífi brottflutts Íslendings
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Greinargerð þessi er einn hluti meistaraverkefni míns í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Hún er unnin samhliða gerð heimilsamyndarinnar Eitt sinn Íslendingur sem er jafnframt hinn hluti meistaraverkefnisins. Heimildarmyndin er mér afar persónulegt verkefni þar sem ég beini linsunni að afasystur minni sem flutti frá Íslandi á unga aldri en býr með þann draum að flytja aftur heim og rækta tenginguna við uppruna sinn. Draumurinn er þó einungis óskhyggja sem rætist líklegast aldrei, hún hefur fest rætur annars staðar og á fjölskyldu sem reiðir sig á hana. Þrátt fyrir það þá leggur hún sig fram við að halda sambandi við fólkið sitt í heimalandinu og rækta íslenskukunnáttu sína, hún er jú „fyrst og fremst af öllu Íslendingur“.
  Hér í greinargerðinni er söguhetja Eitt sinn Íslendingur tekin fyrir og tenging hennar við heimaland sitt skoðuð út frá þjóðfræðilegu og mannfræðilegu sjónarhorni. Áhersla er lögð á hvernig sú tenging endurspeglast í sjálfsmynd hennar og daglegum athöfnum. Í kjölfarið er heimildarmyndin skilgreind út frá greiningarkerfi Bill Nichols, listrænni nálgun við gerð myndarinnar gerð skil ásamt því að ferlið baki Eitt sinn Íslendingur er rakið.

 • Útdráttur er á ensku

  This analysis is one half of my master's project in Applied Cultural Communication at the University of Iceland. It is put forward in parallel with the other half of the project, the documentary film Eitt sinn Íslendingur. The documentary is a deeply personal project, as I aim the lens towards my great-aunt who emigrated from Iceland at a young age. While content with the meaningful life she has lead to this day, she perpetuates the dream about a life back in her home country, reconnecting with her roots. However, as the primary caretaker of her extended family, said fantasy is purely wishful thinking that will most likely never come to be. Despite that, she makes an effort/endures? to keep in touch with her people in her home country and cultivate her Icelandic skills, after all, she is "first and foremost an Icelander".
  In this analysis, the protagonist of Eitt sinn Íslendingur is examined and her connection to her homeland is examined from an ethnographic and anthropological perspective. Emphasis is placed on how that connection is reflected in her identity and daily activities with regard to national and cultural influences. Subsequently, Eitt sinn Íslendingur is defined based on Bill Nichols' analysis system, the artistic approach explained, and finally the applied process behind it is traced

Samþykkt: 
 • 14.9.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/45812


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MAlokaskilSept23.pdf1.74 MBLokaður til...14.09.2024HeildartextiPDF
Yfirlýsing fyrir Skemmuna Nyjast.pdf257.76 kBLokaðurYfirlýsingPDF

Athugsemd: Tímabundinn tengill inn á miðlunarverkefni: https://we.tl/t-EH2CSTHHB2