en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/45816

Title: 
  • Title is in Icelandic Vinnustaðamenning Kletts
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Vinnustaðamenning er safn af gildum, viðhorfum og venjum sem lýsa því hvernig stjórnendur og starfsfólk vinna saman innan skipulagsheilda. Almennt er talið að vinnustaðamenning hafi áhrif á árangur og frammistöðu fyrirtækja og því mikilvægt fyrir fyrirtæki og stjórnendur að átta sig á þeirri vinnustaðamenningu sem ríkir innan fyrirtækisins.
    Markmið rannsóknarinnar var að skoða vinnustaðamenningu Kletts og koma auga á hvar styrkleikar og veikleikar hennar liggja. Meginstarfsemi Kletts er sala og þjónusta vinnuvélum, vörubifreiðum, hjólbörðum, lyfturum, rafstöðvum, loftpressum og skyldum tækjum. Stuðst var við mælitæki Denison sem mælir vinnustaðamenningu út frá fjórum menningarvíddum; aðlögunarhæfni, hlutverk og stefna, þátttaka og aðild og samkvæmni og stöðugleiki, þar sem rannsóknir hafa sýnt marktæk tengsl á milli þeirra og árangurs skipulagsheilda. Notast var við megindlega rannsóknaraðferð, var spurningalisti lagður rafrænt fyrir starfsfólk í júní 2023 og var svarhlutfall 50%.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að vinnustaðamenning Kletts sé fremur veik sem gefur til kynna að úrbóta sé þörf á öllum áhrifaþáttum. Helsta styrkleika menningarinnar er að finna í skýrri stefnu félagsins, áherslu á færni starfsfólks og getu til að mæta þörfum viðskiptavina. Veikleiki menningarinnar liggur í skorti á samhæfingu og samþættingu þar sem lítil áhersla er lögð á samvinnu og samskipti milli deilda. Í samanburði á niðurstöðum út frá bakgrunnsþáttum reyndist aðeins marktækur munur eftir starfsaldri í yfirvíddinni samkvæmni og stöðugleiki ásamt undirvíddunum framtíðarsýn, lærdómur, samkomulag og áhersla á teymisvinnu, þar sem þeir sem hafa starfað í fimm ár og skemur hjá fyrirtækinu mældust hærri í öllum tilvikum. Vinnustaðamenning Kletts mældist veik miðað við fyrri rannsóknir. Til að styrkja menningu Kletts er þörf á að auka upplýsingaflæði, ýta undir samvinnu og samræmi ásamt því að tryggja að markmiðum og gildum sé dreift á alla innan fyrirtækisins.

Accepted: 
  • Sep 15, 2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45816


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Karen Knúts - Meistararitgerð - 11.09.23.pdf1.29 MBLocked Until...2028/09/01Complete TextPDF
Yfirlysing-KK.pdf41.26 kBLockedDeclaration of AccessPDF