en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/45818

Title: 
  • Title is in Icelandic Fyrirtækjamenning: Einkenni og tengsl starfsánægju og árangurs hjá SORPU
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Rannsóknir hafa sýnt fram á að sterk fyrirtækjamenning stuðli að bættum árangri skipulagsheilda. Fyrirtækjamenning getur haft áhrif á hegðun starfsfólks og út frá henni er hægt að spá fyrir um hvernig starfsfólk tekst á við vandamál í innra og ytra umhverfi. Þá getur hegðun starfsfólks einnig haft áhrif á sköpun og þróun fyrirtækjarmenningar. Þess vegna getur verið til mikils að vinna að skapa menningu innan fyrirtækja þannig að bæði starfsfólk og viðskiptavinir hafi hag af. Einnig hefur verið bent á að starfsánægja geti sömuleiðis skilað sér í auknum árangri og ánægju viðskiptavina.
    Markmið þessarar rannsóknar er að skoða fyrirtækjamenningu SORPU bs., sem gegnir úrgangsmálum samkvæmt lögum á höfuðborgarsvæðinu. Ásamt því að rannsaka fyrirtækjamenningu innan fyrirtækisins er hún borin saman við önnur fyrirtæki og stofnanir þar sem fyrirtækjamenning hefur verið rannsökuð með mælitæki Denison (DOC‘s) sem þessi rannsókn byggir á. Að auki er skoðað hvort tengsl séu milli starfsánægju og árangurs SORPU sem skipulagsheildar. Í verkefninu er fjallað um fyrirtækjamenningu, starfsánægju og tengingu við árangur, auk þess sem rýnt er í starfsemi SORPU.
    Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að fyrirtækjamenning SORPU bs. sé veik og þörf er á úrbótum á flestum sviðum fyrir utan víddina skýr og markviss stefna sem skorar hæst í rannsókninni. Þá skýrir starfsánægja að einhverju leyti fyrir breytileika í árangri en starfsánægja getur að einhverju leiti haft jákvæð áhrif á frammistöðu fyrirtækja og samskipti starfsfólks við viðskiptavini þess.

Accepted: 
  • Sep 18, 2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45818


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Eiríkur MS ritgerð.pdf1.72 MBLocked Until...2026/10/28Complete TextPDF
scan.pdf163.41 kBLockedDeclaration of AccessPDF

Note: is Viðskiptafræðideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð í 3 ár.