is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Náttúra og skógur > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45824

Titill: 
  • Degli á Íslandi. Möguleikar og áskoranir við ræktun deglis í skógrækt á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Degli (Pseudotsuga menziesii) er ein mikilvægasta trjátegundin í N-amerískri og evrópskri skógrækt vegna mikils vaxtarþróttar og verðmæts viðar. Ræktun deglis hefur verið mun minni og árangurslakari í Skandinavíu en í V- og Mið-Evrópu en innlandskvæmum (Pseudotsuga menziesii var. glauca) hefur vegnað betur en strandkvæmum (Pseudotsuga menziesii var. menziesii) á norðlægum slóðum. Á Íslandi hefur degli sáralítið verið ræktað en fáeinar degligróðursetningar finnast hér á landi. Í rannsókninni var leitast við að fá skýrari mynd af vænleika degliræktar í skógrækt á Íslandi. Úttektir voru gerðar á tveimur fyrirliggjandi kvæmatilraunum og mat lagt á lifun, vöxt og þrif trjánna, frostþol 17 deglikvæma undir lok september var prófað við stýrðar aðstæður og vaxtarmælingar á eldri degliskógum og -trjám voru gerðar. Fjallakvæmi frá Bresku Kólumbíu sýndu um 90% lifun í 20 ára kvæmatilraun og voru mun álitlegri en kvæmi úr lítilli hæð sem þrifust illa. Frægarðaefni frá Bresku Kólumbíu sýndu góðan árangur í lifun og vexti í miklu skógarskjóli en voru ekki betri en norðlægt kvæmi frá Bresku Kólumbíu. Háfjallakvæmi frá Nýju-Mexíkó vegnaði talsvert verr. Mjög gott skógarskjól var forsenda góðs árangurs í tilraununum. Á skjólminni stöðum var árangur verri og aldauði var á fjórum tilraunastöðum í opnu landi. Undir skógarskermi eða í smáum skógarrjóðrum má vænta prýðilegrar lifunar og ágætum vexti en gott vaxtarlag er ótryggt. Ásættanleg lifun deglis í opnu landi í bröttum hlíðum í inndölum er ekki útilokuð. Frostþol 17 deglikvæma undir lok september var mikið en kvæmamunur var lítill. Prófa þarf frostþol um miðjan september til að öðlast betri mynd af hve snemma frostþol byggist upp meðal deglikvæma á Íslandi. Vaxtarþróttur deglis á Íslandi hefur verið ágætur. Tré í elsta deglilundi landsins eru á meðal stærstu trjáa Íslands og einstaka tré hafa sýnt einmuna vaxtarhraða.

  • Útdráttur er á ensku

    [Douglas-fir in Iceland – Opportunities and challenges of using Douglas-fir in Icelandic forestry] Douglas-fir (Pseudotsuga menziesii) is one of the most important tree species in N-American and European forestry because of its great growth potential and valuable wood. The use of douglas-fir has been modest in Scandinavia and less successful than in western and central Europe. Interior provenances (Pseudotsuga menziesii var. glauca) have shown better adaptation to northern areas than coastal douglas-fir (Pseudotsuga menziesii var. menziesii). Douglas-fir’s role in Icelandic forestry is minor but a few stands can be found. This research attempts to give a clearer picture of the feasibility of douglas-fir in Icelandic forestry. Measurements were performed on two established provenance trials to evaluate survival, growth, and prosperity of the trees, frost tolerance of 17 provenances at the end of September was tested under controlled conditions, and growth measurements on older douglas-fir stands and trees were performed. Mountain provenances from British Columbia (BC) had ca. 90% survival after 20 years and were much more promising than low altitude provenances which performed poorly. BC seed orchard material showed good survival and growth in supreme forest shelter, however not outperforming a northern BC provenance. A New-Mexican high-altitude provenance succeeded substantially worse. Supreme forest shelter was essential for good success in the provenance trials. In less sheltered plots performance was worse and all seedlings were terminated in four open-land plots. In shelterwoods and small clearings high survival and reasonable growth can be expected but good stem form is uncertain. Acceptable survival in unsheltered and steep inland mountainsides might be attainable. Frost tolerance of 17 provenances at the end of September was high but provenance difference was little. Frost tolerance in mid-September should be tested to shed light on how progressively tolerance develops in Iceland. Growth speed of douglas-fir in Iceland has been reasonable. The oldest trees are among the biggest in Iceland and individual trees have shown tremendous growth potential.

Samþykkt: 
  • 25.9.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45824


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Degli á Íslandi. Möguleikar og áskoranir við ræktun deglis í skógrækt á Íslandi.pdf4.23 MBOpinnPDFSkoða/Opna