is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaverkefni / Final projects (MA, M.Mus., M.Mus.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45837

Titill: 
  • „Ég held þú getir ekki lifað án þess að vera skapandi“ : mikilvægi sköpunar í kennslustofunni og lífinu sjálfu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Af hverju er sköpun mikilvæg í skólastofunni og lífinu sjálfu? Í fræðilegum bakgrunni er skoðað hvernig hlutverk menntunar er í raun valdefling nemenda. Skoðaðar eru kenningar Paulo Freire um valdeflingu og hvernig þær hvetja nemendur til að hafa stjórn á sínu eigin lífi og hvetja til skapandi hugsunar sem skapar hugleiðingar og aðgerðir til að breyta heiminum. Skoðað er hvað kemur í veg fyrir sköpun í skólastarfi, rýnt í kenningar fræðafólks um hvernig skólakerfið heftir sköpunargáfu nemenda og vinnur gegn margbreytilegri hugsun. Lausnir og aðferðir eru kynntar til að nýta til sköpunar. Teknar eru fyrir skilgreiningar á sköpun, mikilvægi eiginleikans að læra nýja hluti og margbreytileg hugsun. Við skoðum mikilvægi mistaka í sköpun og hvernig ótti við mistök kemur í veg fyrir að nemendur læri og skapi. Leiðir til að komast í skapandi ferli eru ræddar, flæðiskenningar Csikszentmihalyi, að vera í „sóninu“ og hvernig tímaskyn breytist. Út frá því skoðum við hvort tíminn sé til og hvernig það hefur áhrif á skapandi ferli. Úr tímanum förum við í mikilvægi spunans í skapandi ferlinu og hvernig allur spuni er í raun sköpun. Að lokum er tónlistarminnið skilgreint og hvernig það hjálpar okkur í skapandi ferli. Í úrvinnslu gagna er notast við eigindlegar rannsóknaraðferðir með viðtalssniði. Niðurstöðurnar gefa til kynna samhljóm meðal viðmælenda um að allir séu skapandi, viðmælendur skapa vegna þess að þeir verða að gera það og sköpun er frumþörf. Viðmælendur upplifa að í skapandi ferli séu þeir að fylgja einhverju sem er búið að ákveða, sem tengist beint hvernig tíminn er ekki til. Agaleysi og óreiða vinna með sköpun og með því að skapa ertu að breyta heiminum. Nemendi sem æfir sköpun öðlast sjálfstraust, betrumbætir sjálfan sig og heiminn á sama tíma.

  • Útdráttur er á ensku

    What is the importance of being creative in the classroom and life itself? In the academic chapter we look at how the role of education is to empower students. We discuss Paulo Freire‘s theories on empowerment and how they urge students to have control over their own lives and encourage creative thinking that creates ideas and actions to change the world. We look at what stops creation in classroms, theories from academics about how schools inhibit student‘s creativity and works against divergent thinking. Solutions and methods are introduced for use while creating. Definitions of creating, the importance of the the act of learning new things, divergent thinking. We look at the importance of making mistakes while creating and how the fear of mistakes hinders students from both learning and creating. Ways to get into the creative process are introduced, Csikszentmikhalyi‘s theories about flow, being in the „zone“, and how our sense of time changes. From that we speculate if times does exist and how it influences our creative process. From there we go into the importance of improvisation in the creative process and how all improvisation is creation. Finally the musical memory is defined and how it helps us in the creative process. In analyzing the data a qulitative method is used in taking interviews. The results reveal a common thread among the interviewees that all agree that everybody is creative. The interviewees create because they have to do it and creating is a primal need. Interviewees experience that in their creative process they follow something that‘s already been decided, which goes onto explain how time doesn‘t exist. Lack of discipline and chaos influence creating and by creating you are changing the world. Students that practice creativity become self-confident, better themselves and the world at the same time.

Samþykkt: 
  • 29.9.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45837


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AsthildurAkadottir_lokaritgerd_LHI_2023.pdf980.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna