is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4584

Titill: 
 • Áhrif kvikra rúmfræðiforrita á skilning nemenda á þríhyrningum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Meginmarkmið við gerð þessa verkefnis var að rannsaka hvaða áhrif kvika rúmfræðiforritið Geogebra (dynamic geometry program) getur haft á skilning unglinga á þríhyrningum. Tvær stúlkur úr 8. bekk tóku þátt í rannsókninni og unnu verkefni í forritinu. Rannsóknin var eigindleg og byggðist á því að taka viðtöl við þátttakendur og fylgjast með þeim við verkefnavinnu sína. Rannsóknin byggðist ekki á að þátttakendur lærðu á forritið eða að skoða hvernig þeir lærðu á það heldur var fylgst með því hvort og við hvaða aðstæður skilningur þeirra á þríhyrningum jókst þegar þeir unnu að verkefnum með aðstoð forritsins.
  Helsta niðurstaðan var að skilningur jókst mest þegar þátttakendur fengu að prófa sig áfram að svari með því að nota svokallaða dragleið en þá býður forritið upp á að færa til punkta og samtímis gefur það upplýsingar um hliðarlengdir forma, hnit punkta, hornastærðir og flatarmál svo dæmi séu tekin. Einnig kom í ljós að hugtök festust betur í minni þegar þátttakendur skildu hvað býr að baki þeirra.
  Þar sem einungis var verið að rannsaka tvo þátttakendur ber að varast að yfirfæra niðurstöðurnar yfir á alla nemendur. Niðurstöðurnar eru leiðbeinandi fyrir kennara sem hafa áhuga á því að nota kvik rúmfræðiforrit í kennslu. Í ritgerðinni eru níu verkefni útskýrð nákvæmlega með markmiðum og kennsluferli. Meðfylgjandi hverju verkefni er að finna greinargerð um hvernig til tókst. Kennarar ættu að geta nýtt sér verkefnin beint eða notað þau í eigin hugmyndasmíði.
  Ritgerðin skiptist í fjóra kafla. Fyrsti kafli inniheldur fræðilegan grunn og ýmsar upplýsingar sem tengjast rúmfræðiforritum. Einnig er að finna samanburð á þrepamarkmiðum rúmfræðikennslu í Aðalnámskrá grunnskóla og svokölluðum van Hiele stigum. Annar kafli fjallar um uppsetningu rannsóknarinnar, framkvæmd og greiningu gagna. Í þriðja kafla er nákvæm lýsing á þeim verkefnum sem voru lögð fyrir. Fjórði kaflinn inniheldur niðurstöður, ályktanir og lokaorð.
  Lykilorð: Þríhyrningar, þríhyrningur, kvik rúmfræðiforrit, van Hiele, Piaget, skilningur, Clements, Logo.

Samþykkt: 
 • 23.3.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4584


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MED_verkefni_TILBUID_Torsteinn_KJ.pdf3.4 MBOpinnHeildartexti PDFSkoða/Opna