is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaverkefni / Final projects (MA, M.Mus., M.Mus.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45841

Titill: 
  • „Ég hata ekki röddina mína lengur“ : söngkennsla til endurhæfingar og velferðar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni beiti ég aðferðum starfendarannsókna til að skoða vinnu mína sem söngkennara og áhrifin sem hún hefur haft á nemendur mína, sem flestir eru á einhvern hátt jaðarsettir. Meirihluti nemenda minna er eða var í endurhæfingu og megináhersla söngtímanna er að stuðla að bættu lífi, velferð og andlegri uppbyggingu nemenda minna. Rannsóknir á samfélagslegum tónlistarverkefnum og hópsöng sýna að þátttaka í tónlistarástundun bætir andlega, líkamlega og félagslega heilsu, dregur úr kvíða og eykur sjálfstrú þátttakenda. Hugtakið sjálfstrú (e. self-efficacy) lýsir því þegar einstaklingur trúir að hann geti sjálfur haft áhrif á líf sitt sem er mikilvægt jaðarsettum einstaklingum sem vilja bæta líf sitt, auka virkni og taka meiri þátt í daglegu lífi. Auk fræðilegs grunns í rannsóknum á samfélagstónlist og hópsöng byggir verkefnið á dagbókarfærslum um kennsluna, óformlegum viðtölum við nemendur, upphafssamtölum sem ég á við hvern og einn nemanda í fyrsta söngtímanum og á því hvernig ég hef sem vinur nemenda minna utan kennslustofunnar séð líf þeirra og störf þróast. Frásagnir þeirra af eigin upplifun sýndu skýrt og greinilega að söngtímarnir hefðu aukið sjálfstraust þeirra, veitt þeim aukna færni í núvitund og bætt tengingu þeirra við líkamann og skilning á röddinni sem hljóðfæri. Rútínubundin virkni að mæta í tíma og æfa sig heima, stuðlaði einnig að aukinni athafnasemi og bættum lífsgæðum og jók færni þeirra til að taka þátt í samfélaginu. Aðferðafræði starfendarannsókna kennara gerði mér kleift að rýna í aðferðafræði, hugsjón og framkvæmd kennslunnar og gera ósýnilega áhrifaþætti sýnilega.

Samþykkt: 
  • 29.9.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45841


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA_verkefni_Sólrún_Hedda_Benedikz-skemman.pdf452.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna