is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45844

Titill: 
  • Viðhorf til kvenkyns tónskálda og lagahöfunda : frá Ethel Smyth til Bríetar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessari ritgerð er að varpa ljósi á þann kynjahalla sem ríkt hefur í tónlistargeiranum en um leið að minna á að við eigum enn langt í land þegar kemur að viðhorfum okkar gagnvart konum í tónlist. Meginspurningin snýst um hvernig viðhorf samfélagsins til kventónskálda- og lagahöfunda hafa þróast frá Suffragettutímabilinu til dagsins í dag. Í því skyni er fjallað um valin kvenkyns tónskáld og lagahöfunda sem eru ólíkir einstaklingar en eiga það sameiginlegt að fæðast sem konur og skilgreina sig sem konur í gegnum lífið. Í frásögnum þeirra má finna ákveðna sameiginlega þræði. Ethel Smyth er t.d. ein af áhrifamestu kventónskáldum sögunnar. Hún samdi sinfóníur, óperur, skrifaði bækur og margt fleira. Hún fékk þó ekki sömu tækifæri og kventónskáld nútímans fá. Ólíkt Ethel, þá hefur lagahöfundurinn og söngkonan Dolly Parton fengið fleiri tækifæri í tónlist en hún er hluti af hópi þeirra kvenna sem hafa þurft að brjóta múrana um fyrirfram gefnar hugmyndir samfélagsins og hlutverk kvenna í tónlist. Til þess að varpa sérstaklega ljósi á upplifanir kvenna á sviði íslenskrar tónlistar í nútímanum var tekið viðtal við íslenska tónlistarkonu. Í máli hennar kom meðal annars fram að kvennasamstaða í tónlist mætti vera minna þvinguð og á sama tíma meiri.

Samþykkt: 
  • 29.9.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45844


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð .pdf1,41 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna