Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45849
Blóðflögur taka þátt í að viðhalda blóðflæði (e. Hemostasis), sáragróanda og spila mikilvægt hlutverk í bólgu- og ónæmissvari líkamans og eru gefnar inn til að koma í veg fyrir að stöðva blæðingar. Árlega eru um fimm milljón eininga gefnar inn af blóðflögum í Evrópu og Bandaríkjunum og eftirspurnin eykst með hverju ári. Blóðflöguþykkni hefur stuttan líftíma og inniheldur fjölda próteina sem hækka í styrk á meðan geymslu stendur. Þessi prótein og hár styrkur þeirra geta valdið aukaverkun eftir blóðgjöf. Vegna aukinnar eftirspurnar og stutts líftíma hefur verið horft til kuldageymslu og framlengdar kuldageymslu sem möguleika á að auka endingu þeirra. Vegna hækkaðs próteinsstyrks við geymslu og hættunar á aukaverkun eftir blóðflögugjöf er áhugavert að skoða hvort mismunandi geymsla og smithreinsun hefur áhrif á styrk þeirra. Markmið þessa verkefnis var að skoða áhrif framlengdrar geysmlu við lægra hitastig og smithreinsunar á seytingu próteina í blóðflöguþykkni. Blóðflögueiningar, annað hvort smithreinsaðar eða ekki, voru geymdar, annars vegar í 14 daga við 4°C (14) eða fyrst í 7 daga við 22°C og svo í 7 daga til viðbótar við 4°C (7+7). Próteinstykur var mældur og hitakort (e. Heatmap) og PC graf notað til að skoða gögnin sjónrænt. Tvíþátta fervikagreining (e. Two-Way mixed ANOVA) var notuð til að finna marktækan mun milli poka yfir tíma. Mældur var styrkur 32 prótein sem flest sýndu aukningu í styrk yfir geymslutíma. Fimm prótein, Eotaxin, MCP-1, MDC, IP-10 and IL-8, lækkuðu í styrk vegna smithreinsunar. Ellefu prótein, FGF2, P- selectin, PF4, TNF-A, MIP-1b, VEGF-A, EGF, sCD40L, PDGF-AA, PDGF-AB og IL-7, sýndu breytingu í próteinstyrk vegna mismunandi geymsluaðferða og vegna smithreinsunar.
Ósmithreinsuðu hóparnir (7+7 og 14) höfðu tilhneigingu til að hafa lægri próteinstyrk og hópurinn í kuldageymslunni (14) var með lægstan styrk. Framlengd kuldageymsla virtist hægja á hækkun próteinstyrks í 7+7 hópnum en ekki í smithreinsaða hópnum (7+7 PI). Smithreinsunin gæti því haft áhrif á blóðflögurnar þar sem kuldageymdi hópurinn hækkaði líka í próteinstyrk (14 PI). Sameining þessara tveggja meðhöndlana (kuldageymsla og smithreinsun) virðist hafa áhrif á prótein styrk þar sem þeir hópar (7+7 PI og 14 PI) hafa tilhneigingu til að enda með hæsta próteinstyrkinn eftir fjórtán daga geymslu.
Platelets play a vital role in maintaining hemostasis, wound healing, and inflammatory and immunity responses. Platelets are used in transfusion medicine to prevent or stop bleeding. An estimated five million units of platelets are transfused annually in Europe and the USA with increasing demand. Platelet concentrates have a short shelf and contain various proteins that can cause transfusion reactions at high concentrations. Due to this increased demand and short shelf life, cold storage, and delayed cold storage are being researched to increase the shelf life. With the risk of transfusion reaction and increase in accumulation of proteins in the PCs during storage, it is interesting to investigate the effect different storage conditions and treatment has on protein accumulation. This project aimed to investigate the effect pathogen inactivation has on protein concentration in platelet concentrate during delayed storage. Platelet concentrates that had either undergone pathogen reduction or not were stored either for 14 days at 4°C or first for 7 days at 22°C and then another 7 days at 4°C (7+7). Protein concentration was measured and heatmap and PCA plots were used to visualize the data and Two-Way mixed ANOVA to detect a significant difference between experimental units over time.
A total of 32 proteins were analyzed and most of them showed an increase in protein accumulation over the storage time. Five proteins (Eotaxin, MCP-1, MDC, IP-10, and IL-8) showed treatment-related changes, with a drop in protein concentration after pathogen inactivation. Eleven proteins (FGF2, P- selectin, PF4, TNF-A, MIP-1b, VEGFA, EGF, sCD40L, PDGF-AA, PDGF-AB and IL-7) showed some kind of storage-related and treatment-related changes. The non-PI treated groups (7+7 and 14) tended to have lower concentrations with the cold-stored group (14) having the lowest concentration of the groups. The delayed cold storage seems to slow down the protein accumulation for the 7+7 group but not for the 7+7 PI group. The PI activation has an impact on platelets and cold storage did not seem to slow down the increase in accumulation (14 PI group). The combination of these two manipulations seems to have an impact as they have the highest concentration at the end of fourteen-day storage (7+7 PI and 14 PI).
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MS thesis Ingibjörg Hjörleifsdóttir final.pdf | 4,72 MB | Lokaður til...01.01.2026 | Heildartexti | ||
Yfirlýsing IH.pdf | 291,96 kB | Lokaður | Yfirlýsing |