Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4585
Í þessu verkefni er leitast við að lýsa fæðingarreynslunni og hennar helstu áhrifaþáttum,
ásamt því að gera grein fyrir jákvæðri og neikvæðri upplifun með áherslu á neikvæða
fæðingarreynslu og alvarlegum afleiðingum hennar, nánar tiltekið áfallastreituröskun og
fæðingarótta. Þessu til viðbótar er helstu meðferðarúrræðum lýst með tilliti til andlegra kvilla
eftir barnsfæðingu í þeim tilgangi að varpa ljósi á hvað hægt er að gera til að draga úr eða koma í
veg fyrir umrædd vandamál og um leið að stuðla að bættri þjónustu á sviði kvenlækninga og
ljósmóðurfræða.
Við heimildaleit var stuðst við leitarvefina Medline, Psychinfo, Scopus, Cinahl, Pubmed
og Google scholar en rannsóknir varðandi viðfangsefnið eru margar talsins og er þær helst að
finna á sviði sálarfræða, læknisfræða, hjúkrunar- og ljósmóðurfræða. Mikil þörf virðist vera á
umfjöllun viðfangsefnisins og er áherslan sem neikvæð fæðingarreynsla fær í þessari ritgerð talin
nauðsynlegt innlegg í þeim tilgangi að vekja athygli á alvarleika hennar og óæskilegum en
jafnframt meðfærilegum afleiðingum. Þörfin á umfjöllun er ekki síður til staðar með tilliti til
bættrar þjónustu og bættrar andlegrar heilsu nýbakaðra mæðra. Varðandi frekari
rannsóknarvinnu virðist vera þörf á rannsóknum tengdum forvörnum og meðferð en ekki síður
tengdum rekstri og stefnumótun þjónustunnar með tilliti til fæðingarreynslunnar. Niðurstaðan er
sú að fæðingarreynslan hefur víðtæk áhrif á einstaklinginn, neikvæðar afleiðingar þarfnast frekari
athygli, ásamt því að meðferðarúrræði séu gerð aðgengilegri í þeim tilgangi að bæta
heilbrigðisþjónustuna með langtíma árangur í huga.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
fæðingarreynslan.pdf | 347.26 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |