is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4586

Titill: 
 • Blóðbankinn á niðurskurðartímum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Góð heilbrigðisþjónusta er einn af hornsteinum þess velferðakerfis sem við búum við í dag og óvíða er að finna betri heilbrigðisþjónustu en hér á landi þegar horft er til alþjóðlegra mælikvarða. Heilbrigðisþjónustan flokkast undir það sem kallað er hagræn gæði (economic good) en það er sérhver sú „vara“ eða þjónusta sem skortur er á. Þær auðlindir sem notaðar eru í heilbrigðisþjónustunni eru takmarkaðar og eftirspurnin verður því ávallt meiri en hægt er að mæta. Því verður að forgangsraða í heilbrigðisþjónustunni líkt og á öðrum sviðum þjóðfélagsins.
  Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2010 er áætlaður niðurskurður til heilbrigðismála 8,4 milljarðar króna sem svarar til 7,4% lækkunar frá fyrra ári. Vandséð er hvort takast megi að mæta niðurskurði af þeirri stærðargráðu sem ráðgert er að beita án þess að skerða gæði þjónustunnar og segja upp starfsfólki.
  Krafa um niðurskurð innan Blóðbankans nemur um 10% af heildarrekstrarfé hans eða um 40-60 milljónum króna sem bætist við viðvarandi hallarekstur. Helstu kostnaðarþættir í starfi Blóðbankans, eins og launakostnaður og rekstrarkostnaður, eru annars vegar háðir þróun á almennum markaði og hins vegar gengisþróun. Á síðustu mánuðum hafa orðið miklar verðhækkanir á rekstrarvöru, bæði vegna aukinna umsvifa á tilteknum starfsþáttum, s.s. blóðflögusöfnun og blóðflöguvinnslu, og ekki síður vegna áhrifa gengisþróunar, sem vegur enn þyngra. Blóðbankinn hefur nokkra sérstöðu innan Landspítalans að því leyti að rekstrargjöld Blóðbankans fyrir utan laun og launagjöld nema um 50% af heildarútgjöldum Blóðbankans, en 30-40% almennt innan Landspítalans. Áhrif gengisþróunar hefur því haft hlutfallslega mikil áhrif á rekstur Blóðbankans en dæmi eru um allt að 70-100% verðhækkun á aðföngum einstakra þátta. Á hinn bóginn hefur gjaldskrá hans aðeins hækkað um 15% á sama tímabili.
  Niðurstaða mín eftir að hafa kynnt mér starfsemi og rekstur Blóðbankans er sú að ég tel að þó að grunnþjónusta Blóðbankans geti hugsanlega haldist er ljóst að draga verður úr starfsemi annarra verkefna, ekki síður mikilvægra, og segja upp starfsfólki ef krafan stendur óbreytt í þeirri mynd sem hún er lögð fram í dag. Hinn kosturinn er að Blóðbankinn fái viðurkennt að hann hefur þegar tekið á sig meiri skerðingu en almennt gerist á Landspítalanum og samþykkt verði breyting á gjaldskrá sem endurspegli raunverulegan kostnað þjónustunnar, einkum hlut rekstrarvara og tekið verði tillit til þess í
  2
  rekstrarheimildum Landspítalans til Blóðbankans. Með þeim hætti ætti að vera unnt að koma í veg fyrir að starfsemin skerðist umfram það sem bráðnauðsynlegt er gagnvart þeim sem njóta þjónustu Blóðbankans.

Samþykkt: 
 • 23.3.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4586


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Blóðbankinn_11 12 09_taka 2.pdf1.21 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna