Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45871
Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað í íslensku samfélagi þess efnis að ofbeldi í nánum samböndum, oft nefnt heimilisofbeldi, telst ekki lengur vera einkamál fólks heldur samfélagslegt mein sem varðar almannahagsmuni. Árið 2016 var lögfest sérrefsiákvæði um ofbeldi í nánum samböndum, 218. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en markmiðið með lögfestingunni var að veita brotaþolum slíkra brota ríkari og beinskeyttari réttarvernd. Í rannsókninni er fjallað ítarlega um aðdraganda lagasetningarinnar, tilgang og markmið ákvæðisins, en jafnframt er farið yfir gildissvið ákvæðisins og skilyrði við beitingu þess. Þá eru dómar Hæstaréttar þar sem ákvæðinu hefur beitt rannsakaðir, með hliðsjón af markmiði þess. Tilgangur rannsóknarinnar er að leiða í ljós hvort það markmið sem stefnt var að með lögfestingu hins nýja sérrefsiákvæðis hafi náðst. Helstu niðurstöður eru þær að með lagasetningunni hafi brotaþolum ofbeldis í nánum samböndum í reynd verið veitt ríkari réttarvernd, ekki síst í ljósi þess að ákvæðið nær vel utan um sérstöðu slíkra brota og þær margvíslegu birtingarmyndir sem ofbeldi í nánum samböndum getur falið í sér.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ThorunnMarinosdottir_BS_lokaverk.pdf | 382.74 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |
Athugsemd: Óheimilt er að afrita verkefnið að hluta eða í heild án leyfis höfundar hverju sinni.