Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45878
Í verkefninu er gefin innsýn inn í sögu fráveitukerfis í miðbæ Reykjavíkur og greint frá þróun þess og uppbyggingu. Núverandi kerfi í miðbæ Reykjavíkur er blandað fráveitukerfi og reynslan hefur sýnt fram á að regnvatnstoppar valda álagi sem kerfið ræður ekki við. Núverandi áherslur í fráveitumálum eru að aðskilja regnvatn frá blandlögnum og minnka álagið á kerfið. Með nýju regnvatskerfi skapast tækifæri til þess að samþætta blágrænum ofanvatnslausnum í borgarumhverfið með betri meðhöndlun á regnvatni. Í þessu verkefni eru leiðir skoðaðar til þess að innleiða blágrænar ofanvatnslausnir í miðbæ Reykjavíkur. Skoðað verður hvernig þær virka í eldri þéttri byggð.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð__AAA (2).pdf | 67,01 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |