Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45880
Alþjóðavinnumálastofnunin er elsta sérstofnun Sameinuðu þjóðanna og Ísland hefur verið aðildarríki hennar frá árinu 1945. Við stofnun Alþjóðavinnumálastofnunar varð sú bylting í þjóðarétti að borgarar og samtök einkaréttarlegra, eða borgaralegra, aðila urðu aðilar að þjóðarétti með aðkomu sinni að gerð milliríkjasamninga. Alþjóðavinnumálastofnunin er einnig nokkuð sér á báti meðal sambærilegra stofnana fyrir þær sakir að bindandi og óvenjulega ríkar skyldur eru lagðar á herðar aðildarríkja vegna réttarheimilda stofnunarinnar. Í ritgerð þessari er leitast við að svara því hverjar skuldbindingar aðildarríkja Alþjóðavinnumálastofnunarinnar eru og hvernig farið hefur verið með þær skyldur í framkvæmd á Íslandi. Notast var við greiningu frumheimilda og skýrslna, en auk þess voru tekin viðtöl og upplýsingar fengnar hjá þeim aðilum sem að samstarfinu koma fyrir hönd Íslands.
Niðurstaða fyrri hluta ritgerðarinnar er að helstu skuldbindingar aðildarríkja samkvæmt stofnskrá stofnunarinnar fela í sér að ríki skuli leggi tillögu að viðbrögðum við samþykktum og tilmælum Alþjóðavinnumálaþingsins fyrir hið lögbæra yfirvald innan tólf mánaða frá samþykkt þeirra, að hafa samráð við aðila vinnumarkaðarins og sinna upplýsingagjöf til Alþjóðavinnumálaskrifstofunnar. Aðrar skyldur aðildarríkja sem einnig skipta máli fyrir starfsemi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar eru t.d. réttmæt skipan og fjárhagslegar skuldbindingar vegna sendinefndar, aðrar fjárhagslegar skuldbindingar sem Alþjóðavinnumálaþingið getur lagt á aðildarríkin, mannréttindaverndin sem felst í framfylgd grundvallarsamþykktanna og að ógleymdri hollustu við markmið stofnunarinnar um varanlegan heimsfrið á grunni félagslegs réttlætis.
Niðurstaða síðari hluta ritgerðarinnar er sú að Ísland hefur fullgilt um þriðjung þeirra samþykkta sem eru í fullu gildi og að lágmarki upplýst Alþingi um allar samþykktir og tilmæli Alþjóðavinnumálaþingsins en nokkuð vantar upp á að raunverulegar tillögur um viðbrögð séu gerðar af hálfu ríkisins. Þá hefur ekki gengið nógu vel að halda framkvæmdinni innan tólf mánaða tímarammans sem kveðið er á um í stofnskránni. Fyrirkomulag um samráð við aðila vinnumarkaðarins um upplýsingagjöf, þýðingu réttarheimilda á íslenska tungu o.fl. hefur hlotið lof eftirlitsnefnda stofnunarinnar og síðan þá hefur samráði við almenning í Samráðsgátt stjórnvalda verið bætt við ferlið sem fer fram áður en tillaga skal borin upp. Framkvæmdin hefur því ekki alltaf verið í fullkomnu samræmi við ákvæði stofnskrárinnar, en þó nokkuð góð miðað við þann takmarkaða mannauð og auðlindir sem lítil ríki hafa yfir að ráða.
The International Labour Organization (ILO) is the oldest specialized agency of the United Nations, and Iceland has been a member state since 1945. When the ILO was established in 1919, it was a revolution in the field of international law in terms of participance of the public in the drafting of international conventions. The ILO is also somewhat unique regarding certain obligations of member states arising from the Constitution of the organization. This thesis examines the obligations of member states related to the Conventions and Recommendations of the International Labour Conference (ILC) and how they are implemented and applied in practice in Iceland. In conducting the research, reports and diverse sources of both international and domestic law were analysed, along with information obtained by interviews and informal communications with representatives of the actors charged with carrying out Iceland’s participation in the cooperation.
The conclusion of the first part of the thesis is that the main obligations of member states in relation to the Conventions and Recommendations of the ILC were found to be submitting a proposal of ratification or other measures to the competent authorities within twelve months from their adoption; to consult with the representatives of workers and employers; and to provide requested information to the International Labour Office regarding adopted Conventions and Recommendations. Other obligations of member states of the ILO are, i.a., to appoint delegates; bear the expenses of the delegation and other financial responsibilities that may be imposed by the ILC; the protection of human rights inherent to the application of labour standards; and the adherence to the objectives and purpose of the ILO – establishing universal and lasting peace by promoting social justice.
The conclusion of the latter part of the thesis is that Iceland has ratified about a third of the Conventions in force; has at least informed Alþingi about all Conventions and Recommendations of the ILC although actual proposals have generally not been made by the government to the legislative powers. The twelve-month time frame stipulated in the ILO Constitution has not always been kept. Consultation with the representatives of the tripartite cooperation has been considered successful regarding the translation of labour standards and preparation of reports to the International Labour Office and has been strengthened even further with adding consultation of the public to preparation of proposals to Alþingi. The implementation and application of Iceland’s obligations has therefore not always been sufficient although, but also perhaps quite fair considering the limited resources at the disposal of small states.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ML Sandra Heimisdóttir 28.09.2023.pdf | 964,11 kB | Opinn | Meginmál | Skoða/Opna |