Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45881
Góð tengslamyndun barna og ungmenna við umönnunaraðila sína er mikilvæg fyrir vellíðan þeirra. Í nútímasamfélagi standa mörg börn þó frammi fyrir meiri aðskilnaði við foreldra en áður, meðal annars vegna vaxandi skilnaðartíðni og sambúðarslita. Samvinna uppeldisaðila barna skiptir því sköpum við slíkar aðstæður og að hlúð sé að ýmsum verndandi þáttum hjá börnunum til þess að draga úr líkum á vanda sem snýr að velferð þeirra svo sem vanlíðan og ýmis konar áhættuhegðun.
Í rannsókn þessari voru tekin viðtöl við átta ungmenni sem öll áttu það sameiginlegt að hafa upplifað skilnað foreldra sinna og verið í skiptri búsetu þar sem þau fluttu vikulega á milli heimila þeirra. Markmið rannsóknarinnar var að draga fram sýn ungmenna á hjálplega þætti og áskoranir tengda búsetuforminu og þýðingu þeirra þátta fyrir velferð þeirra. Í niðurstöðum kom fram að skiptri búsetu eru bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar fylgja fyrir börn og ungmenni. Allir þátttakendur töluðu um mikilvægi þess að njóta samverustunda með báðum foreldrum sínum þar sem foreldrarnir gáfu þeim tíma og hlustuðu á þau. Þau nefndu einkum að það hefði skipt þau miklu að fá tíma með foreldri í einrúmi sem styddi við náin tengsl við foreldri. Það að alast upp á tveimur heimilum með vikulegri skiptingu hefði auk þess stutt við sjálfstæði ungmennanna og eflt aðlögunarhæfni þeirra og seiglu. Þátttakendur nefndu þó að mikið umstang hefði fylgt því að þurfa að flytja á milli heimila aðra hvora viku og hluti þátttakenda lýsti kvíða sem tengdist því sem fylgt hefði þeim inn í fullorðinsárin. Nauðsynlegt væri að tryggja að þau ættu griðastað á heimilum sínum og finna fyrir heimilistilfinningu þrátt fyrir stöðuga flutninga. Þeim fannst einnig skipta máli að fá tækifæri til að hafa eitthvað að segja um hvernig búsetunni var hagað.
Lykilorð: Sameiginleg forsjá, skipt búseta, ungmenni, tengslamyndun, seigla, velferð.
Good parent-child relationships have vital importance for children’s well-being. In modern society, however, many children face greater separation from their parents than before, due to increasing frequency of divorces and breakups. The cooperation of parents is therefore crucial as well as various protective factors to reduce the likelihood of a risks related to their well-being, such as mental health issues and risk behaviour. In this study, interviews were taken with eight individuals who all had in common to have experienced parents’ divorce and lived in a shared physical custody where they moved weekly between their homes. The aim of this study was to highlight the young people's views of both helpful factors and challenges related to the form of residence and its significance for their well-being. The results showed that shared physical custody has both positive and negative aspects for children and young people. All interviewees spoke about the importance of being able to spend time with both parents in private when they gave them time and listened as it strengthened their parent-child relationship. They also experienced that growing up in two households and switching every week had supported their independence, adaptability, and resilience. However, the interviewees mentioned that having to move between homes every other week was stressful. Some of the interviewees mentioned anxiety developing from these circumstances and that the symptoms had followed them into adulthood. They also described the necessity of both homes being a safe haven with the sense of home despite of the constant moving. They also found it essential to have a say in how the residence was managed.
Keywords: Shared physical custody, parent-child relationship, well-being, anxiety, resilience.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Mastersritgerð LOKA ÚTGÁFA skil á Skemmu.pdf | 774,76 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
skemman_yfirlysing útfyllt.pdf | 131,53 kB | Lokaður | Yfirlýsing |