is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45885

Titill: 
  • Ásetningur og gáleysi og mörk lægstastigs ásetnings og efsta stigs gáleysis í manndrápsmálum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um ásetning og gáleysi og mörk hugtakanna í manndrápsmálum. Hugtökin má tengja við ákvæði 211. gr. almennra hegningarlaga 19/1940 (hér eftir hgl) annars vegar og 215. gr. sömu laga hins vegar. Til umfjöllunar er inntak hugtakanna ásetningur og gáleysi og hvað felst í þeim. Það er skoðað mismunandi stig ásetnings og gáleysis. Það má sjá úr fræðilegri skilgreiningu Jónatans á hugtakinu ásetningur t.d. þar sem fram koma fjögur mismunandi stig frá efsta stigi til þess neðsta. Stigin eru tilgangur, óhjákvæmileg afleiðing, líkindaásetningur og dolus eventualis og gáleysi skiptist í meðvitað og ómeðvitað gáleysi. Í ritgerðinni er farið yfir hvernig þessi hugtök birtast í dómaframkvæmd í manndrápsmálum. Höfundur veltir fyrir sér hvaða háttsemi er verið að skoða, sem leiðir til þess að dómstólar fella brot undir 215. gr. hgl. frekar en 211. gr. hgl. og öfugt. Þegar komið er að lægri mörkum ásetnings og efsta stigi gáleysis getur þessi greining verið erfið. Viðbótarskilyrði eru oft sett á vitundarstig gerandans svo að það sé hægt að fella verknað undir dolus eventualis í ásetningsbrotum. Viðbótarskilyrðin eru skilyrt afbrigði og jákvæð afstaða gagnvart broti.
    Niðurstaða ritgerðarinnar sýnir að skilin milli ásetnings og gáleysis geta verið óskýr og stundum getur verið erfitt að greina þar á milli. Það sem greinir hugtökin á milli er viljaafstaða gerandans sem oft á tíðum liggur ekki alveg ljós fyrir. Þegar farið var dýpra í skilin á milli ásetnings og gáleysis og þá einna helst lægsta stig ásetnings og efsta stig gáleysis eru það viðbótarskilyrðin sem greina þar á milli. Til að verknaður sé talinn falla undir dolus eventualis þurfa skilyrði ásetnings að vera til staðar auk annað viðbótarskilyrðanna.

Samþykkt: 
  • 30.10.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45885


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð Ísabellu.pdf646.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna