is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45886

Titill: 
 • Leiðsagnarkennarinn : faglegur leiðtogi í lærdómssamfélagi grunnskóla
 • Titill er á ensku The Mentor as Professional leader in the learning community of compulsory schools
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessa verkefnis er starfstengd leiðsögn í grunnskólum og þróun skólastarfs. Rannsóknir á íslensku skólastarfi undanfarinna ára sýna að áhersla á starfstengda leiðsögn hefur aukist í takt við nýjar og breyttar áherslur í kennaramenntun, skólastarfi og starfs- og skólaþróun. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða starf leiðsagnarkennara í grunnskólum út frá nýlegu ákvæði um starfsheitið í kjarasamningi grunnskólakennara. Skýrt er kveðið á um að leiðsagnarkennari sé faglegur leiðtogi í lærdómssamfélagi sem er/getur verið starfandi kennurum til ráðgjafar þegar kemur að starfsþróun og endurmenntun.
  Í rannsókninni er leitast við að varpa ljósi á hlutverk leiðsagnarkennara og þá þætti sem stuðla að því að hann taki stöðu faglegs leiðtoga í grunnskóla. Við öflun upplýsinga var beitt eigindlegri aðferðafræði og tekin átta viðtöl við leiðsagnarkennara og skólastjóra í fjórum grunnskólum í Reykjavík. Leitast var við að fá skýra mynd af hlutverki leiðsagnarkennara, skipulagi starfsins, ásamt viðhorfum og væntingum til gagnsemi starfsins fyrir skólastarf og þróun.
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að mikil þörf sé fyrir stuðning og leiðsögn í skólunum. Leiðsagnarkennarar sem búa yfir þekkingu á sviði leiðsagnar og ráðgjafar hafa sterkari sýn á hlutverk sitt sem faglegir leiðtogar en þeir sem minni þekkingu hafa. Jafnframt hafa þeir sterkari stöðu í lærdómssamfélaginu þar sem skólastjóri deilir sömu sýn. Vilji skólastjóra og leiðsagnarkennara til að sinna faglegri forystu er greinilegur en skortur á tíma og fjármunum er hamlandi. Starf leiðsagnarkennara er enn í mótun og til að það þróist þannig að leiðsagnarkennari taki forystu um að innleiða leiðsagnarmenningu í grunnskólum benda niðurstöður til þess að eftirfarandi þættir þurfi að fara saman: Virkt samtal milli hagsmunaaðila grunnskólans um sameiginlegan skilning og útfærslu á starfi leiðsagnarkennara, aukið svigrúm leiðsagnarkennara til að sinna starfinu, þekking leiðsagnarkennara á sviði leiðsagnar, stefna skólans um virkt lærdómssamfélag og sýn skólastjóra á leiðtogahlutverkið.

 • Útdráttur er á ensku

  The project revolves around work-related mentoring in compulsory schools and school development. Icelandic research focusing on the recent developments of compulsory school education show that the emphasis on work-related mentoring has increased in proportion to a new and changed emphasis in teacher education, school practices, school development and professional development. The aim of the study is to examine the work of mentor teachers in compulsory schools in view of recent changes to the definition of the role stipulated in the collective agreements of compulsory school teachers. In the agreement, it is clearly articulated that the mentor teacher is a professional leader within a learning community, whose role is to provide practicing teachers with guidance regarding professional development and continuing education.
  The study seeks to show how mentor teachers approach their role as professional leaders within learning communities of compulsory schools and the ways in which mentor teachers best support schooling and school development. The study was conducted using a qualitative research methodology, consisting of eight interviews with mentor teachers and principals from four different compulsory schools in Reykjavík. The study sought to create a clear image of mentor teachers’ role, the structure of their work, along with identifying their views and expectations toward the efficacy of the work for the advancement of school practices and educational development.
  The findings of the study suggest that there is a strong need for increased support and mentoring in compulsory schools. Mentor teachers, who are knowledgeable and skilled in the field of mentoring and consultation, have a sharper sense of their role as professional leaders than those less familiar with these matters. Moreover, mentor teachers have a firm standing in the learning community because principals share their vision. The will of school principals and mentor teachers to engage with professional leadership is visible but a lack of time and funding forms constraints around the work. The work of mentor teachers is still being shaped and in order for it to develop so that mentor teachers can lead the integration of a culture of mentoring in the compulsory schools, the findings indicate that the following aspects need to be consistently brought together: An active conversation between compulsory school stakeholders regarding a shared understanding and implementation of mentor teachers’ work, increased leeway in which mentor teachers can better engage with their work, mentor teachers’ knowledge of mentoring as a professional field, school policy concerning a dynamic learning community and principals’ vision of the leadership role.

Samþykkt: 
 • 30.10.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/45886


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
skemman_yfirlysing_.pdf199.85 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Leiðsagnarkennarinn_BM.pdf1.15 MBLokaður til...01.10.2025HeildartextiPDF