Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45887
Foreldrar og aðrir uppalendur gegna veigamiklu hlutverki í að styðja börn og ungmenni í þeim áskorunum sem þau mæta. Í hinum vestræna heimi er atvinnuþátttaka foreldra mikil og kröfur um lífsgæði sem skapar mikið álag á fjölskyldur. Rannsóknir fræðimanna hér á landi og erlendis hafa bent á mikilvægi ákveðinna uppeldishátta og ýmsar leiðir sem styðja markvisst við farsæld og seiglu barna. Þrátt fyrir það upplifa margir foreldrar vanmátt í uppeldishlutverkinu og ná ekki að hlúa nægilega vel að börnum sínum. Nýlegar íslenskar rannsóknir benda jafnframt til þess að hlutfallslega færri börn á unglingastigi en áður séu ánægð með líf sitt og að minnkandi hlutfall barna í þeim aldurshóp upplifi sig hamingjusöm. Markmið rannsóknarinnar er að kanna sýn viðmælenda sem bæði eru foreldrar barna á unglingastigi en sinna jafnframt uppeldisstörfum á megináskoranir í uppeldishlutverki samtímans og hvernig stuðning uppalendur þurfa til þess að geta markvisst stutt við farsæld og seiglu barna. Tekin voru átta viðtöl við fjórar mæður og fjóra feður sem reynslu hafa af uppeldi tveggja eða fleiri barna á unglingastigi og starfi með börnum. Meginniðurstöður gefa til kynna að foreldrar þurfi meiri stuðning til að vinna með félagsfærni og tilfinningalæsi barna, greina og rækta styrkleika þeirra og setja mörk. Í máli viðmælenda kom fram að samfélagsmiðlanotkun barna og ungmenna sé mikil áskorun fyrir uppalendur og kalli á nýjar nálganir. Jafnframt var nefnt að skólasamfélagið geti stutt foreldra með markvissari hætti í uppeldishlutverkinu. Að auki gætu foreldrar nýtt betur ýmis konar fræðsluefni þó með þeim fyrirvara að um vandað gagnreynt efni sé að ræða. Í greininni verða frekari niðurstöður kynntar með það að leiðarljósi að varpa skýrara ljósi á hvernig uppeldishættir geta stutt við þroska og farsæld barna og ungmenna til framtíðar en jafnframt seiglu til að takast á við áskoranir sem mæta þeim á lífsgöngunni. Niðurstöður rannsóknarinnar gætu nýst í stefnumótandi aðgerðum sem ætlað er að styðja við farsæld barna eins og þróun og útgáfu á hvers konar fræðslu- og stuðningsefni fyrir foreldra og aðra uppalendur.
Parents play a key role in supporting children and young people in the challenges they face during childhood. In the western world, parental employment is high and demands for quality of life place a great strain on families. Research both in Iceland and internationally has pointed to the importance of certain parental styles to systematically support children's well-being and resilience. Despite that, many parents feel vulnerable in their parenting role and experience lack of resources in supporting their children well enough. Recent Icelandic studies show that fewer adolescents experience being satisfied with their lives than before and a decreasing percentage of children in this age group feel happy. The aim of this study is to analyze the views of adolescent parents who also work with children in their professional life, on the main challenges modern parents face in their parenting role and what kind of support they consider important in raising a happy and resilient child. Eight interviews were taken with 4 mothers and 4 fathers who have raised two or more children at youth level and work with children and young people in their profession. The main findings give that parents experience needing more support in working with children's social skills and emotional literacy, be aware of and nurture their strengths and set boundaries. Parents found children’s and young people’s use of social media to be challenging and reported needing novel approaches in their parenting role in dealing with that. The interviewees found the schools could support parents in a more targeted way in their educational role. It seemed like parents could make better use of educational material in podcasts and on the internet, with the proviso that it is evidence-based knowledge. In the article, further findings will be discussed and put in theoretical context to shed a clearer light on parenting methods and ways of working with children support their well-being and resilience and thereby help them through challenges that are confronted with through life.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Rósa Aðalsteinsdóttir_MA verkefni_greinargerð_september 2023.pdf | 248,73 kB | Lokaður til...23.09.2093 | Greinargerð | ||
Rósa Aðalsteinsdóttir_MA verkefni_ritrýnd grein_september 2023.pdf | 521,06 kB | Lokaður til...23.09.2093 | Heildartexti | ||
Rósa Aðalsteinsdóttir_MA verkefni_Yfirlýsing_september_2023.pdf | 126,39 kB | Lokaður | Yfirlýsing |