is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45888

Titill: 
  • „Við viljum fá að taka ákvarðanir um eigin þjónustu“ : samvinnurannsókn með fötluðu fólki
  • Titill er á ensku „We want to be included in decisions about our services“ : inclusive research with disabled people
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Aukin krafa þjónustunotenda um að vera með í ráðum þegar kemur að eigin þjónustu hefur stuðlað að breyttri og aukinni samvinnu á milli vísindasamfélags og fatlaðs fólks. Sér í lagi, þá er þátttaka fatlaðs fólks í rannsóknum sem snúa að þeirra eigin málefnum, mikilvægur stuðningur við jafnrétti, viðurkenningu á mannréttindum þeirra og veitir því þar að auki tækifæri til að láta raddir sínar heyrast. Rannsókn þessi er eigindleg samvinnurannsókn gerð í samráði og samvinnu við fjóra fatlaða karla í búsetuþjónustu sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða með hvaða hætti starfað er eftir hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf í íbúðakjörnum fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu og hvernig fatlað fólk upplifir þá þjónustu sem það fær. Rannsóknin var framkvæmd að vori 2023 með aðferð sem kallast rannsóknarhringir (e. research circles) og var leitað eftir upplýsingum hjá sérfræðingum í búsetumálum hjá tveimur sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Fullgilding samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hér á landi árið 2016 ásamt lögum um fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir frá 2018 hafa stuðlað að óhjákvæmilegum kerfis- og hugarfarsbreytingum hjá þjónustuveitendum fatlaðs fólks. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að erfitt hafi reynst að tryggja fötluðu fólki sem býr í búsetuúrræðum á höfuðborgarsvæðinu einstaklingsmiðaða þjónustu. Sveitarfélög hafa viðurkennt í orði og að einhverju leyti í verki að sú þjónusta sem fatlað fólk á rétt á að fá þarf að stuðla að því að virkja sjálfræði og sjálfstæði þess. Þrátt fyrir að sveitarfélögin hafi sett sér þá stefnu að starfa eftir hugmyndafræði um sjálfstætt líf virðist búsetuþjónustan að miklu leyti miðast við heildina. Í ritgerðinni er sjónum beint að þeim hindrunum sem standa í vegi fyrir því að fatlað fólk í búsetuþjónustu sveitarfélaga geti upplifað sjálfstætt líf og tekið ákvarðanir um þá þjónustu sem það þiggur. Niðurstöður rannsóknarinnar benda einnig til þess að einstaklingsmiðuð þjónusta sé líklegust í þeim búsetukjörnum sem hafa „maður á mann“ aðstoð við íbúa, það er þegar einn starfsmaður er fyrir hvern íbúa. Mikilvægt er að búa fötluðu fólki styðjandi umhverfi sem ræktar hæfileika sérhvers einstaks þjónustuþega, þannig að þeir geti byggt upp hæfileika til að takast á við þau verkefni og ákvarðanir sem mæta þeim í lífinu.

  • Útdráttur er á ensku

    The increased demands of inclusion by the recipients of social services has fundamentally changed how the social science research community collaborates with those recipients. In particular, in the case of services for disabled people, the inclusion of those service recipients in the research itself has become accepted as a necessary step to ensure the equality of the participants, acknowledge their human rights, and ensure their voice is heard. This research was performed as a qualitative collaboration in coordination and collaboration with four disabled male participants that receive residence-based services from the Icelandic capital area. The purpose of the research was to establish how the methodology of independent living was implemented for disabled people in capital area residential centers, and how that implementation was perceived by the service recipients. The research was carried out in the spring of 2023 using a method called research circles, and information was sought from experts at two municipalities in the capital area. Iceland’s ratification of the UN Convention on the Rights of the Disabled in 2016, as well as the Icelandic legislation on the service needs of disabled people with long-term support needs in 2018, have inevitably changed the attitudes and systems encountered by the recipients of disability services. In particular, municipalities have acknowledged, both in word and to some degree action, that disabled people have a right to services that support and enable their autonomy and independence. Although the local authorities have set themselves the policy of operating according to the concept of independent living, the residential services seem to a large extent to be centered on the whole. The essay focuses on the obstacles that stand in the way of disabled people in municipal housing services being able to experience independent life and make decisions about the services they receive. The results of the study also indicate that individualized services are most likely in those residential centers that have "person-to-person" assistance with residents, that is one employee for each resident. It is important to create a supportive environment for disabled people that nurtures the abilities of each individual service recipient, so that they can build skills to deal with the tasks and decisions they face in life.

Samþykkt: 
  • 30.10.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45888


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð Lokaskil 24. september.pdf761.7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing Skemman.pdf257.9 kBLokaðurYfirlýsingPDF