is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45890

Titill: 
  • Af litlum neista verður oft mikið bál : tengsl afskiptalausra uppeldishátta við ástar- og kynlífsfíkn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Velferð barna og unglinga hlýtur að vera okkur öllum keppikefli. Ritsmíð þessi er fræðileg heimildaritgerð sem ætlað er að kanna hvort afskiptalausir uppeldishættir (e. uninvolved parenting) ógni velferð barna með þeim hætti að auknar líkur séu á að þau þrói með sér ástar- og kynlífsfíkn síðar á ævinni. Almenna skilgreiningu á ástar- og kynlífsfíkn hefur skort, en sagt hefur verið að hún lýsi varanlegu ástandi sem einkennist af áráttukenndri hegðun sem brýst fram óháð neikvæðum afleiðingum. Horft er á fíknina í samhengi við rannsóknir á áhrifum afskiptalausra uppeldishátta, vanrækslu og ofbeldis á börnum. Niðurstöður rannsókna varpa ljósi á eiginleika sem gjarnan virðast einkenna börn og unglinga sem búið hafa við afskiptalausa uppeldishætti, en þessir eiginleikar eiga líka til að einkenna ástar- og kynlífsfíkla. Þar má nefna hömluleysi, brotna sjálfsmynd, ósjálfstæði, þörf fyrir náin tilfinningabönd, skort á sjálfsstjórn, slaka félagslega færni og hvatvísi. Í ljósi þessara sameiginlegu eiginleika má segja að niðurstöður bendi til að tengsl geti verið á milli þess að hafa búið við afskiptalausa uppeldishætti í æsku og því að ánetjast ást og kynlífi síðar á ævinni. Mikilvægi þess að halda áfram að rannsaka áhrif uppeldishátta og aðstæðna barna á þróun fíknisjúkdóma síðar á ævinni, er ótvírætt. Á það einkum við um fíknisjúkdóma sem lítið pláss taka í samfélagsumræðunni, svo sem ástar- og kynlífsfíkn. Samfélagið í heild þarf að taka höndum saman svo grípa megi í tæka tíð inn í ef aðstæðum barna er ábótavant, svo að unnt sé að tryggja velferð þeirra í æsku sem og síðar á ævinni.

Samþykkt: 
  • 30.10.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45890


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
_BA_ritgerd__UME602L_Helga_Hafsteinsdottir.pdf614.96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
_skemman_yfirlysing_.pdf184.62 kBLokaðurYfirlýsingPDF