Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45892
Áföll hafa áhrif á þroska barna og því er stuðningur við þau nauðsynlegur þegar þau verða fyrir áfalli. Áfallaeinkenni barna brjótast yfirleitt út með breyttri hegðun sem oft er misskilin eða misgreind sem athyglisbrestur, námserfiðleikar, tilfinningaleg vandamál og/eða hegðunarvandamál. Tilgangur rannsóknarinnar er að efla umönnunaraðila barna í að mæta þeim á heildstæðan hátt og vinna með þeim í gegnum áföll og erfiðleika í þeirra lífi. Markmiðið með rannsókninni er að skoða hvaða leiðir ég fór til að efla mig sem foreldri til að styðja börnin mín í að takast á við veikindi föður þeirra.
Rannsóknin er sjálfs-etnógrafía þar sem ég skoða hvernig ég hef stutt börnin mín í gegnum veikindi föður þeirra sem greindist með ólæknandi krabbamein í desember 2019 og lést í janúar 2023. Gögnin sem ég vinn út frá eru minningar mínar um líðan barnanna fyrir krabbameinsgreininguna og eftir hana, dagbókarskrif, óformleg viðtöl við börnin um líðan þeirra, tölvupóstsamskipti við stofnanir um viðeigandi stuðning sem og tölvupóstasamskipti við leiðbeinanda minn og barnsföður sem bæði rýndu til gagns.
Niðurstöðurnar sýna að það var tilfinningahlaðin og krefjandi þrautaganga að vera til staðar fyrir börnin mín þegar þau horfðu upp á krabbamein heltaka föður sinn, skilningsleysi í samfélaginu og greiningarþörf fagfólks. Í ferlinu þurfti ég sem móðir að læra að taka á móti sársauka þeirra og vanlíðan og finna leiðir til að leiða þau í gegnum þessa erfiðu lífsreynslu. Við þurftum stöðugt að leita jafnvægis í ójafnvæginu og upplifðum lítinn skilning og takmarkaðan stuðning í þeim kerfum samfélagsins sem ættu að grípa okkur.
Ég tel mikilvægt að foreldrar fái fræðslu og stuðning til að geta brugðist rétt við breytingum á hegðun og líðan barna sinna þegar foreldri greinist með krabbamein. Einnig ætti vel ígrunduð áfallaáætlun að vera í öllum grunnskólum og áfallamiðuð nálgun innleidd bæði í skólastarf og stofnanakerfi samfélagsins.
Support for children is essential when they are traumatized because trauma affects their
development. Traumatic symptoms in children usually manifest as behavioural changes that
are often misunderstood or misdiagnosed as attention deficits, learning difficulties,
emotional problems and/or behavioural problems.
The purpose of the study is to empower people who take care of children to support them
through trauma and difficulties. The aim of the research is to examine the ways I have used
as parent to support my children through their father's illness.
The study is an auto-ethnography in which I look at how I have supported my children
through the illness of their father who was diagnosed with incurable cancer in December
2019 and died in January 2023. The data I work from are my memories of the children's wellbeing before the cancer diagnosis and after it, diary writing, informal interviews with the
children about their well-being, e-mail communication with organizations about appropriate
support, as well as e-mail communication with my mentor and the child's father, both of
whom were helpful.
The results show that it was an emotional and challenging ordeal to be there for my
children as they faced their father's cancer, the lack of understanding in the society and the
professionals need to make diagnoses. In the process, as a mother, I had to learn to accept
their pain and discomfort and find ways to guide them through this difficult life experience.
We had to constantly seek balance in the imbalance and experienced little understanding
and limited support in the systems of the society that should catch us.
I believe it is important that parents receive guidance and support to be able to respond
correctly to the changes in their children's behaviour and well-being when a parent is
diagnosed with cancer. Also, a well-thought-out trauma program should be in all primary
schools and a trauma-oriented approach implemented in both schools and the institutional
system of society.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Inga Helga Sveinsdóttir.pdf | 1.52 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing_IHS.pdf | 88.54 kB | Lokaður | Yfirlýsing |