is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45894

Titill: 
  • Markaðslegar aðgerðir í loftslagsmálum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er kafað ofan í flókinn vef laga- og reglugerða sem beinast að kolefnismörkuðum. Áhersla er lögð á að skoða myndun þeirra í samræmi við alþjóðlega lagagerð og greina mikilvægi þeirra fyrir framgang alþjóðlegra loftslagsmarkmiða. Með því að skoða meðal annars Parísarsamninginn og Kýótó-bókunina leggur þessi rannsókn gagnrýnt mat á hlutverk viðskiptakerfa fyrir losunarheimildir sem lagagerninga til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
    Rannsóknin byggir á umfangsmikilli yfirferð á lagaumgjörð kolefnismarkaða, bæði undir þjóðar- og landsrétti. Ritgerðin skýrir frá þróun kolefnismarkaða innan ramma Kýótó-bókunarinnar og aðlögun þeirra til að mæta víðtækari og metnaðarfyllri markmiðum Parísarsamningsins. Með samanburði á innleiðingu viðskiptakerfa fyrir losunarheimildir, metur ritgerðin styrkleika og veikleika þessara eftirlitsaðferða í víðara samhengi alþjóðlegs loftslagsréttar. Niðurstöðurnar undirstrika mikilvægi þess að samræma kolefnismarkaði við lagalegar skuldbindingar sem settar eru fram í alþjóðlegum loftslagssamningum um leið og tekist er á margbreytileika í regluverkinu. Ennfremur undirstrikar þessar rannsóknir þörfina fyrir öflugan lagaramma sem stuðlar að gagnsæi, ábyrgð og samræmi við markmið um minnkun losunar.
    Að lokum gefur þessi ritgerð dýrmæta innsýn í margþætt tengsl kolefnismarkaða, alþjóðlegra loftslagssamninga og lagaumgjarðarinnar sem liggur til grundvallar þeim. Hún setur fram leiðbeiningar fyrir lögfræðinga, stefnumótendur og eftirlitsstofnanir til að sigla um flókið landslag loftslagslaga og reglugerða og þannig auðvelda samræmd, hnattræn viðbrögð við loftslagsbreytingum.

  • This thesis delves into the complicated web of the legal aspects surrounding carbon markets, with a focus on their alignment with international climate agreements and their significance in
    advancing global climate goals. By examining international agreements such as the Paris Agreement and the Kyoto Protocol, this research evaluates the role of emission trading schemes as legal instruments in reducing greenhouse gas emissions. Drawing on an extensive review of legal literature, case studies, and legislative analysis, this study elucidates the evolution of carbon markets within the Kyoto Protocol's framework and their subsequent adaptation to meet the more inclusive and ambitious objectives of the Paris Agreement. Through a comparative examination of emission trading schemes implementation across diverse jurisdictions, this thesis assesses the strengths and weaknesses of these regulatory mechanisms within the broader context of international climate law. The findings underscore the crucial importance of harmonizing carbon markets with the legal obligations set forth in international climate agreements while addressing regulatory
    complexities. Moreover, this research highlights the need for robust legal frameworks that promote transparency, accountability, and compliance with emission reduction targets.
    Ultimately, this thesis contributes valuable insights into the multifaceted relationship between carbon markets, international climate agreements, and the legal and regulatory frameworks that underpin them. It offers guidance to legal practitioners, policymakers, and regulatory bodies in navigating the complicated landscape of climate law and regulation to facilitate a coordinated, global response to climate change.

Samþykkt: 
  • 30.10.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45894


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Loka_birkir.pdf814,48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna