is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45899

Titill: 
  • "Með fagmennskuna að leiðarljósi" : hlutverk og framtíðarsýn fagmenntaðra leiðsagnarkennara og hagnýting framhaldsnáms þeirra á vettvangi.
  • Titill er á ensku "With professionalism as a guide" : the role and future vision of professional guidance teachers and the application of their postgraduate studies in the field
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fagleg leiðsögn er talin vera afar brýn og meginforsenda þess að nýliðar gefist ekki upp á vettvangi kennslunnar við upphaf starfsferils síns í margbreytilegu umhverfi skólasamfélagsins. Markmiðið með rannsókn þessari er að varpa ljósi á hlutverk fagmenntaðra leiðsagnarkennara í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og hvernig framhaldsnám þeirra í starfstengdri leiðsögn og kennsluráðgjöf nýtist þeim í starfi. Um er að ræða eigindlega rannsókn sem felur í sér viðtöl við tíu leiðsagnarkennara í jafnmörgum grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Viðtölin fóru fram síðla árs 2022 og í upphafi árs 2023. Allir viðmælendur búa yfir víðtækri reynslu úr kennarastarfinu og hafa jafnframt lokið framhaldsnámi, ýmist í starfstengdri leiðsögn og kennsluráðgjöf eða í stjórnun menntastofnana. Leitast var við að átta sig á sameiginlegri reynslu viðmælenda og upplifun þeirra á hlutverki sínu sem og hvernig framhaldsnám þeirra nýtist þeim í starfi sínu. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa glöggt til kynna að gott aðgengi að fagmenntuðum leiðsagnarkennara á vettvangi er nauðsynlegt. Það er talið leiða til faglegra samræðna um fagvitund og stuðla að farsæld í kennarastarfinu. Samræður þurfa að byggjast á dyggðum á borð við virðingu, traust og trúnað. Greina má af orðum viðmælenda að tími til ígrundunar og gagnrýninna uppbyggilegra hugsana er naumur á annasömum skóladegi en jafnframt er brýnt að efla með nýliðum og starfsnámsnemum seiglu og þrautseigju. Því má draga þá ályktun út frá niðurstöðum að þörf sé á að skilgreina með skýrari hætti hlutverk leiðsagnarkennara í grunnskólum til að starf þeirra skili þeim faglega árangri sem til er ætlast og að framhaldsnám á sviði stafstengdrar leiðsagnar og kennsluráðgjafar nýtist sem best á vettvangi.

  • Útdráttur er á ensku

    This study focuses on the significance of professionally trained guidance teachers in primary schools in the greater Reykjavík area, emphasizing their postgraduate studies in job-related guidance and teaching advice. Professional guidance is considered to be extremely urgent and the main prerequisite for newcomers to remain in the field of teaching at the beginning of their career in the diverse environment of the school community. The study adopts a qualitative approach and involves interviews with ten co-researchers from primary schools in the region. These interviews were conducted late in the year 2022 and the beginning of 2023. All participants have substantial experience in the teaching profession and have pursued postgraduate studies, either in career-related guidance and teaching advice or educational institution management. The objective is to comprehend the shared experiences and perspectives of the interviewees, including their roles and the usefulness of their postgraduate studies in the field. The study's findings unequivocally indicate the pressing need for professionally trained guidance teachers in the field, fostering professional dialogues that enhance professional awareness and contribute to success in teaching. These conversations should be grounded in virtues such as respect, trust, and confidentiality. The co-researchers' rhetoric highlights the scarcity of time for reflection and critical thinking amid a hectic school day. Nonetheless, such opportunities are vital for fostering resilience and perseverance among newcomers and trainees. Consequently, the study concludes that there is a necessity to define the role of guidance teachers more precisely in elementary schools within the greater Reykjavík area to maximize their expected professional impact, and that postgraduate studies in guidance and teaching counseling are highly beneficial in this regard.

Samþykkt: 
  • 31.10.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45899


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Með fagmennskuna að leiðarljósi.pdf735.6 kBLokaður til...01.11.2024HeildartextiPDF
skemman_yfirlysing_útfyllt_AOO.pdf256.27 kBLokaðurYfirlýsingPDF