Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45906
Rannsóknir á erlendum vettvangi sýna fram á mikilvægi kennslufræðilegrar forystu einkum þar sem hún er tengd námsárangri nemenda. Kennslufræðileg forysta hefur verið rannsökuð í íslenskum grunnskólum en ekki í framhaldsskólum. Markmið þessarar rannsóknarinnar er að varpa ljósi á eðli þeirrar forystu sem snýr að námi og kennslu í framhaldsskólum og hvort finna megi ólíkar áherslur í starfsnámi annars vegar og bóknámi hins vegar. Þá er leitast eftir því að spegla niðurstöðurnar í líkani Robinson (2011) um kennslufræðilega forystu. Rannsóknin byggir á viðtölum sem tekin voru við tvo skólameistara og sex millistjórnendur í tveimur fjölbrautarskólum (hér eftir blönduðum framhaldsskólum) á stórhöfuðborgarsvæðinu. Niðurstöðurnar sýna að í blönduðum framhaldsskólum er nemendahópurinn fjölbreyttur og tóku stefnuskjöl og þróunarstarf skólanna einkum mið af þeim veruleika. Auk þess var ýmislegt sammerkt með skólunum tveimur þegar kom að námi, kennslu og starfsþróun þó stjórnunarhættir væru ólíkir. Þá sýna niðurstöðurnar að kennslufræðileg umræða fari einkum fram í fagdeildum og að lítið sem ekkert sé um beina endurgjöf á kennslu inni í kennslustofunni, hvorki frá skólameisturum né þeim millistjórnendum sem ætlað er að sinna þessum málum. Þá benda niðurstöðurnar til að viðmælendur höfðu litlar hugmyndir um eðli kennslufræðilegrar forystu eins og hún birtist í fræðilegu samhengi. Ríkjandi starfshættir og ýmislegt í formgerð framhaldsskólanna reyndist viðmælendum áskorun. Í því samhengi má nefna sjálfræði kennara, starfsramma þeirra og kjarasamninga. Niðurstöðurnar sýna að auka þurfi fræðslu og formlega þjálfun um kennslufræðilega forystu á meðal skólastjórnenda. Líkan Robinson um kennslufræðilega forystu er gott verkfæri fyrir skólastjórnendur en líkanið þarf að aðlaga að formgerð og starfsháttum framhaldsskólans einkum þegar kemur að þriðju og fjórðu vídd líkansins sem snýr að endurgjöf á kennslu og starfsþróun kennara. Auk þess þarf að ígrunda vel hvernig hægt er að yfirstíga ýmsar hindranir s.s. tímaskort og annríki sem viðmælendur komu inn á þegar vinna átti með starfsþróun og framþróun kennsluaðferða
International studies demonstrate the importance of instructional leadership, especially as it relates to the academic performance of students. Instructional leadership has been studied in Icelandic primary schools but not in upper secondary schools. The aim of this study is to shed light on the nature of instructional leadership in upper secondary schools and whether there are different emphases in vocational training on the one hand and academic studies on the other. It then seeks to reflect the results in Robinson's (2011) model of instructional leadership. The study is based on interviews conducted with two principals and six middle managers in two comprehensive high-schools (hereafter mixed upper secondary schools) in the Greater Reykjavík Area. The results show that in mixed upper secondary schools the student body is diverse, and the policy documents and development work of the schools took this reality into account. In addition, there were many similarities between the two schools when it came to studies, teaching and professional development, even though the management methods were different. The results also show that instructional discussions occur mainly in the subject departments and that there is little or no direct feedback on teaching in the classroom, neither from the principals nor the middle managers who are supposed to supervise these matters. The results also indicate that the interviewees had little knowledge about the nature of instructional leadership as it appears in an academic context. The prevailing practices and various aspects of the upper secondary schools' structure proved to be a challenge for the interviewees. This includes the autonomy of teachers, their working framework and collective wage agreements. The results show that there is a need to increase education and formal training on instructional leadership among school administrators. Robinson's model of instructional leadership is a good tool for school administrators, but the model needs to be adapted to the form and practices of the upper secondary school, especially when it comes to the third and fourth dimensions of the model, which relate to feedback on teaching and teachers’ professional development. In addition, it is necessary to carefully examine how to overcome various obstacles, such as lack of time and busyness, which the interviewees mentioned when working with professional development and the development of teaching methods.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Guðríður Hrund Helgadóttir.pdf | 1,29 MB | Lokaður til...18.09.2028 | Heildartexti | ||
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf | 324,77 kB | Lokaður | Yfirlýsing |