is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45908

Titill: 
  • Skáldskaparlistin, ofbeldi og tilfinningar : er tilfinningaleg þátttaka svarið?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi nálgast formúlu Aristótelesar að skáldskap og notkun hennar í ritverkum, þá sérstaklega varðandi skrif um ofbeldi gagnvart einstaklingum, tilgang þeirra skrifa og hvaða áhrif slík skrif hafa á lesandann/áhorfandann. Rannsóknarspurningarnar eru tvær, hver er í raun tilgangur skrifa um ofbeldi gagnvart einstaklingi, og: er sú aðferð sem við notumst við, það er formúla Aristótelesar, að skila tilskildum og áætluðum árangri? Forsendurnar á bak við þessar spurningar eru vangaveltur höfundar um frásagnir og sögur um ofbeldi gagnvart einstaklingum og hvort hægt sé að bæta form frásagna um ofbeldi. Gögn voru fengin að mestu úr bók Aristótelesar um skáldskaparlistina, en einnig úr mótandi skáldsögum og verkum tengt ofbeldi gagnvart einstaklingi. Rætt verður sérstaklega um hugtakið tilfinningaleg þátttaka og mikilvægi þess í vegferðinni að tilætluðum árangri frásagna um ofbeldi. Einnig verður farið út í það hví núverandi notkun á formúlu Aristótelesar er ekki líkleg til að ná téðum árangri og hví kaþarsis geti hugsanlega unnið gegn markmiðum skrifanna. Ritgerð þessi nálgast hlutverk áhorfandans í ritverkum með nýjum hætti sem opnar fyrir nýja upplifun á frásögnum um ofbeldi.

Samþykkt: 
  • 31.10.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45908


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SindriViborgLokaritgerðB.ed.pdf532.96 kBLokaður til...01.01.2026HeildartextiPDF
[Untitled].pdf64.59 kBLokaðurYfirlýsingPDF