Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4591
Með ritgerð þessari var ætlunarverk höfundar að varpa ljósi á þau lagaskilyrði sem gilda um synjunarástæður í afhendingarmálum á Íslandi. Byrjað var á því að fjalla um efni barnaréttar, sögu hans og þróun. Aðild Íslands að alþjóðasamningum um réttindi barna komu einnig til umfjöllunar og ljóst er að lög nr. 160/1995 um viðurkenningu og fullnustu erlendra ákvarðana um forsjá barna, afhendingu brottnuminna barna o.fl. sem og Haagsamningurinn eru þýðingamiklar réttarheimildir í afhendingarmálum. Megin umfjöllun ritgerðarinnar fól í sér skoðun á synjunarástæðum í afhendingarmálum og hvaða skilyrði þarf að uppfylla til þess að ákvæðinu sé beitt. Komst höfundur að því að ákvæðið ber að skýra þröngt þar sem um undantekningarákvæði er að ræða. Í þeim tilfellum sem ákvæðinu hefur verið beitt í íslenskri dómaframkvæmd hafa ástæður synjunarinnar verið ítarlega rökstuddar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
harpa_sif_fixed.pdf | 421.34 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |