is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4591

Titill: 
  • 12. gr. laga nr. 160/1995 : í hvaða tilvikum má synja um afhendingu barna sem flutt hafa verið milli landa með ólögmætum hætti?
Titill: 
  • Article 12 of act nr 160/1995, when is it legal to refuse a return of a child that has been wrongfully abducted from one country to another?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Með ritgerð þessari var ætlunarverk höfundar að varpa ljósi á þau lagaskilyrði sem gilda um synjunarástæður í afhendingarmálum á Íslandi. Byrjað var á því að fjalla um efni barnaréttar, sögu hans og þróun. Aðild Íslands að alþjóðasamningum um réttindi barna komu einnig til umfjöllunar og ljóst er að lög nr. 160/1995 um viðurkenningu og fullnustu erlendra ákvarðana um forsjá barna, afhendingu brottnuminna barna o.fl. sem og Haagsamningurinn eru þýðingamiklar réttarheimildir í afhendingarmálum. Megin umfjöllun ritgerðarinnar fól í sér skoðun á synjunarástæðum í afhendingarmálum og hvaða skilyrði þarf að uppfylla til þess að ákvæðinu sé beitt. Komst höfundur að því að ákvæðið ber að skýra þröngt þar sem um undantekningarákvæði er að ræða. Í þeim tilfellum sem ákvæðinu hefur verið beitt í íslenskri dómaframkvæmd hafa ástæður synjunarinnar verið ítarlega rökstuddar.

Samþykkt: 
  • 24.3.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4591


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
harpa_sif_fixed.pdf421.34 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna